Fimmtudagur 2. janúar, 2025
1.8 C
Reykjavik

Tvær fyrirsætur myrtar með tveggja daga millibili: „Ég vil einhver svör því dóttir mín er farin“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Tvær fyrirsætur fundust myrtar með tveggja daga millibili í Los Angeles-borg. Ekki er talið að morðin tengist.

Maleesa Mooney, 31 árs módel og fasteignasali, fannst látin í íbúð sinni í miðbæ Los Angeles þann 12. september. Ekki hefur dánarorsök verið gefin upp en þó er talið að andlátið hafi borið að með saknæmum hætti, samkvæmt talsmanni lögreglunnar í Los Angeles, Tony Im.

Blessuð sé minning hennar.

Lögreglumenn fundu lík Mooney um klukkan 16:00 þann 12. september, eftir að þeir höfðu verið beðnir um velferðarathugun á henni. Bailey Babb, frændi hennar sagði í fjölmiðlum að fjölskyldumeðlimir hennar hafi orðið áhyggjufullir eftir að hún hætti öllum samskiptum.

„Þegar vika leið, vissum við að eitthvað var að,“ sagði Babb. „Skilaboðin til hennar voru ekki að ná í gegn og við vissum að eitthvað var að því við eigum öll í einstöku sambandi við Maleesu.“

Systir Mooney, Jourdin Pauline, sem er poppstjarna frá Gvæjana, syrgði dauða hennar í færslu á Instagram þar sem hún skrifaði: „Aldrei í milljón ár hélt ég að ég þyrfti að skrifa þessa færslu og leita eftir réttlæti fyrir einkasystur mína. Hjarta mitt er kramið. Ég trúi ekki að þú verðir ekki með okkur lengur. Þú varst svo elskuleg og góð við alla. Þú sást til þess að ef þú fékkst að borða, fengu allir aðrir það líka. Þú opnaðir faðm þinn fyrir fólk sem átti ekki skilið vináttu þína. Þú ert það besta sem komið hefur inn í líf flestra. Þú snertir við fólki!!!“

Lík Mooney fannst tveimur dögum eftir að fyrirsætan Nichole Coats fannst látin íbúð sinni í miðbæ Los Angeles. Lögreglan telur þó að málin tvö tengist ekki.

- Auglýsing -

Nicole Coats, 32 ára, fannst látin í íbúð sinni þann 10. september en það var faðir hennar og frænka sem fundu hana. Þau höfðu orðið áhyggjufull eftir að ekkert heyrðist frá Nicole í fjöldi daga.

Blessuð sé minning Nichole

Stuttu eftir andlátið, tjáðu einstaklingar nánir Nichole, sem einnig var kölluð Nikki, sig um harmleikinn.

„Þetta er glórulaust og ég vil einhver svör því dóttir mín er farin,“ sagði móðir hennar, Sharon Coats, í viðtali við KTLA. „Og þetta er ekki sanngjarnt. Ég vil að allir komist að því hver gerði henni þetta. Hún ætti ekki að vera farin.“

- Auglýsing -

Frænka Nikki, May Stevens, sagði frá hinni hryllilegu aðkomu þann 10. september. Sagðist hún ekki hafa „geta þekkt“ frænku sína.

„Mér fannst bara allt hreyfast í hægagangi (e. slow motion),“ sagði frænka hennar Sheniya Mason. „Og ég er enn í áfalli, í afneitun um að hún sé ekki lengur hér. Þetta leit bara ekki eðlilega út að okkur fannst. Það hvernig hún var staðsett í rúminu. Hún var jafnvel óþekkjanleg, eins og hún hafi orðið fyrir barsmíðum. Þeir þurftu að bera kennsl á hana með því að skoða húðflúrin hennar.“

Fjölskylda Nikki er staðráðin í að komast að sannleikanum.

„Þetta er raunveruleikinn okkar núna, að lifa án hennar,“ hélt frænka hennar áfram. „Ég veit að við munum ekki fatta þetta strax, ekki fyrr en hátíðarnar byrja … hún mun ekki ganga inn um dyrnar … Ég hef ekki enn áttað mig á þessu. Ég veit bara að ég elska hana og mun allta elska hana. Ég vil bara að andi hennar og arfleið hennar lifi áfram.“

Aðeins eru um fimm kílómetrar á milli íbúða þeirra Nichole og Maleesa en lögreglan telur málin tvö ekki tengjast. Yfirvöld segjast rannsaka andlát Maleesu sem morð en andlát Nichole sem „grunsamlegt.“

 

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -