Miðvikudagur 22. janúar, 2025
-0.3 C
Reykjavik

Tvær unglingsstúlkur horfnar í Leeds: „Farið heim, þetta er ógnvekjandi heimur fyrir ykkur báðar“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Lögreglan leitar að tveimur unglingsstúlkum eftir að þær hurfu frá Leeds.

Charlotte Hewitt, 14, og Daisy Bo Collins, 13, hurfu frá Vestur Jórvíkurskírissvæðinu á föstudagsmorgun en lögreglan fékk fregnir af þeim sem vöktu áhyggjur af velferð þeirra.

Lögreglumenn telja að stúlkurnar kunni að hafa farið burtu af svæðinu. Lögreglan í Vestur Jórvíkurskíri lýsti eftir þeim: „Charlotte er lýst sem 157 sm á hæð, grannvaxin, með brúnt liðað axlarsítt hár.“ Lýstu þeir Daisy á þennan hátt: „Daisy er 160 sm á hæð, meðalbyggð, með sítt ljósbrúnt hár og dökkblá augu.“ Notendur samfélagsmiðla brugðust við tilkynningu lögreglu og lýstu áhyggjum sínum.  Ein manneskja skrifaði: „Elskurnar, farið heim, látið einhvern vita að þið séuð í lagi, þetta er ógnvekjandi heimur fyrir ykkur báðar.“

Annar notandi sagði: „Vona að þær finnist fljótlega. Blessaði þær og fjölskyldu þeirra.“ Þriðji aðilinn bætti við: „Við vonum að Charlotte og Daisy finnist báðar öruggar og heilar heilsu. Hugur okkar og bænir eru hjá fjölskyldum og vinum stúlknanna tveggja.“

Enn annar sagði: „Ef þið eruð að lesa þetta Daisy/Charlotte, vinsamlegast komið heim. Við viljum hjálpa ykkur. Þið skiptið máli. Í viðbótartilkynningu á X sagði lögreglan: „Hafið þið séð hinar týndu Charlotte Hewitt, 14, og Daisy Bo Collins, 13, frá Leeds? Þær eru taldar vera saman og gætu hafa ferðast út úr Vestur Jórvíkursvæðinu.

Fréttin er unnin upp úr frétt Mirror.

 

- Auglýsing -

 

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -