Þriðjudagur 19. nóvember, 2024
-5.1 C
Reykjavik

Tveggja ára drengur bjargaði fjölskyldu sinni í húsbruna: „Mamma, heitt!“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Hinn tveggja ára Brandon Dahl bjargaði öllum sjö fjöldkyldumeðlimum sínum í húsbruna. Fjölskyldan var í fastasvefni snemma um morgun þega Brandon vakti foreldra sína. Reykskynjarar í heimilinu voru ekki virkir og ofan á það voru Nathan og Kayla Dahl, foreldrar drengsins, nýlega greind með Covid sem olli því að þau misstu allt bragð- og lyktarskyn.

Brandon vakti Kaylu hóstandi klukkan hálf fimm að morgni og sagði „Mamma, heitt, mamma, heitt!“ Móðirin hélt í fyrstu að barnið vildi fara úr náttfötunum þar sem hann hafði dagana á undan verið veikur en þegar hún leit inn í næsta herbergi áttaði hún sig á stöðunni.

„Eina sem ég sá voru eldglæringar í dyragáttinni,“ segir Kayla. Orsök eldsins var gashitari í stofunni.

Heppilega var orðið „heitt“ eitt af fáum orðum sem tveggja ára drengurinn hafði lært að segja.

Fjölskyldufaðirinn, Nathan, var sjálfboðaliði hjá slökkviliðinu og hafði fjölskyldan undirbúið sig vel ef svo yrði að eldur myndi kveikna í húsinu. Það var því litla drengnum og undirbúning fjölskyldunnar að þakka að þau sluppu öll heil á húfi úr brunanum. Fjölskyldan missti þó allar sínar eignir og er húsið gjörónýtt, þrátt fyrir það eru þau þakklát fyrir að ekki fór verr.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -