Föstudagur 22. nóvember, 2024
-4.5 C
Reykjavik

Tveir bræður skotnir af leyniskyttum Ísraelshers: „Barn með hvítan fána og þeir skjóta samt?“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Leyniskyttur Ísraelshers skutu bræður til bana, eftir að herinn hafði fyrirskipað íbúum blokkar að yfirgefa heimili sín.

Hinn 13 ára gamli Nahedh gekk eftir svokallaðri rýmingarleið sem Ísraelsher hafði fyrirskipað íbúum blokkar í borginni Khan Younis. Nahedh hélt á hvítum fána, til merkis um að engin hætta stafaði af honum. Stuttu síðar lá hann í götunni. Leyniskytta Ísraelshers hafði skotið hann í löppina. Hann kom sér upp á hnén en var þá skotinn í magann og svo hálsinn. Bróðir hans, hinn tvítugi Ramez kom þá hlaupandi og ætlaði að hjálpa litla bróður sínum en var skotinn í hjartað af leyniskyttum Ísraelshers og lenti örendur ofan á litla bróður sínum.

„Hann var bara kominn um þrjá metra frá heimili okkar þegar þeir skutu hann í löppina,“ segir pabbi bræðranna, Mohamed-Adel Barbakh, skjálfandi röddu í samtali við Al Jazeera og hélt áfram. „Ég spurði sjálfan mig, „Hvernig? Barn með hvítan fána og þeir skjóta samt?“. Mohamad hrópaði þá til sonar síns: „Komdu sonur, stattu upp!“ En þá komu næstu skot. „Hann fór á hnén en þá skutu þeir hann tvisvar sinnum. Fyrra skotið fór í maga hans, hitt í hálsinn. Svo hljóp bróðir hans til hans til að láta hann játa trú sína í hinsta sinn en þegar hann komst að Nahedh, skutu þeir hann í hjartað. Hann féll ofan á bróður sinn og dó. Þetta gerðist allt fyrir framan nefið á mér,“ sagði faðirinn og grét.

Hægt er að sjá viðtalið hér en lesendur eru varaðir við myndefninu.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -