Föstudagur 25. október, 2024
5.2 C
Reykjavik

Tveir létust þegar flugvél lenti á slökkviliðsbíl og varð alelda: „Þetta var hræðilegt“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Flugvél varð alelda eftir að hún lenti á slökkviliðsbíl í Lima, höfuðborg Perú í gær. Tveir slökkviliðsmenn létust við áreksturinn.

Flugvélin var á leið í loftið þegar slysið varð, ekki er vitað hvers vegna slökkviliðsbíllinn var á flugbrautinni. 60 farþegar vélarinnar voru fluttir á slysadeild, sumir alvarlega slasaðir.

Myndbandi af slysinu var dreift á samfélagsmiðlum. Þar má sjá vélina lenda á bílnum. Á stuttum tíma verður vélin alelda. „Þetta var hræðilegt, við vissum ekki hversu margir væru um borð í vélinni og eldurinn var mikill,“ sagði Mauro Ferreira, brasilískur ferðamaður sem varð vitni að slysinu.

Flugvöllurinn í Lima er nú lokaður á meðan rannsókn stendur yfir.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -