Föstudagur 10. janúar, 2025
2.8 C
Reykjavik

Tveir menn handteknir vegna hvarfs ungrar konu – Mia sást fara upp í bíl aðfaranótt sunnudags

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Lögreglan í Álaborg í Danmörku hefur handtekið tvo menn vegna gruns um aðkomu þeirra að hvarfi ungrar konu um síðustu helgi. Hin 22 ára Mia Skadhauge Stevn sást síðast á eftirlitsmyndavélum stíga upp í bíl aðfararnótt sunnudags.

 

Miu Skadhauge Stevn
Ljósmynd: tv2.dk

Lögreglan telur að ýmislegt bendi til þess að hún hafi verið myrt.

Samkvæmt Fréttablaðinu eru hinir handteknu báðir 36 ára og húsleit hefur verið gerð á heimilum þeirra í Østervrå og Flauenskjold. Í frétt TV2 er haft eftir yfirlögregluþjóninum Frank Olsen að framundan sé heljarinnar rannsókn en talið er að mennirnir hafi verið í bílnum sem konan fór upp í.

Mia sást fara upp í þennan bíl aðfaranótt sunnudags

Lögreglan sendi frá sér yfirlýsingu í morgun þar sem fram kemur að nákvæm skoðun á myndefni úr öryggismyndavélum sem og ábendingar almennings sé það sem hafi komið þeim á sporið. Ekki gat lögreglan veitt frekari upplýsingar um rannsóknina í bili.

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -