Rapparinn Jim Jones lenti heldur betur í óskemmtilegri lífsreynslu fyrr í mánuðinum en þá réðust tveir menn á rapparann á flugvelli í Flórída.
Samkvæmt lögregluskýrslu var hægt að rekja árásina til þess að rapparinn var í flugi með mönnunum tveimur. Þegar flugvélin var að lenda stóð Jones upp til að ná í handfarangur sinn en gerði það áður en flugvélin hafði stöðvast að fullu. Farþeginn James Dos Santos var ósáttur með þessa hegðun Jones og stóð upp og ýtti honum. Rapparinn á þá hafa gripið í hönd Dos Santos og gefið honum aðvörun og baðst Dos Santos í kjölfarið afsökunar.
Farþeginn Alexander Lehkt ákvað að blanda sér í málið og hóf að öskra á Jones úr sæti sínu. Þegar mennirnir voru búnir að sækja töskur sínar af færibandi hófust hins vegar átök mannanna á milli í rúllustiga flugvallarins og réðust Dos Santos og Lehkt á Jones. Lögreglan á flugvellinum var þó fljót að grípa inn í og segir Jones ekki hafa brotið neitt af sér heldur hafi hann aðeins verið að verja sjálfan sig.
Jones hefur ákveðið að kæra mennina ekki.