Laugardagur 16. nóvember, 2024
-1.2 C
Reykjavik

Tvítug stúlka keyrði upp ranga heimreið – Þurfti að gjalda því með lífi sínu

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Karlmaður á sjötugsaldri hefur verið kærður fyrir manndráp eftir meinta skotárás á tvítuga stúlki sem hafði fyrir mistök keyrt upp heimreið mannsins. Stúlkan lést af sárum sínum. Þetta gerðist í Bandaríkjunum.

Sjá einnig: 84 ára karlmaður ákærður fyrir að skjóta 16 ára pilt sem fór húsavillt: „Ekki koma hingað.

Kaylin Gillis var á ferð ásamt þremur öðrum manneskjum í New York-ríki á laugardaginn, að því er fram kemur í frétt BBC. Fyrir mistök keyrðu þau upp heimreið Kevins Monahan í bænum Hebron, að sögn lögreglunnar.

Þegar Kaylin var að bakka bílnum út úr heimreiðinni er Monahan sakaður um að hafa skotið á bílinn og hæft stúlkuna.

„Þetta er mjög sorglegt mál þar sem ungt fólk var að leita að hús vinar síns en enduðu við hús manns sem í kjölfarið ákvað að koma út, vopnaður byssu og skjóta á þau,“ sagði Jeffrey Murphy, lögreglustjóri Washington-sýslu, á blaðamannafundi.

Svæðið er dreifbýlt og heimreiðir hús illa upplýst. Enginn úr hópnum hafði farið úr bifreiðinni né reynt að komast inn í hús Monahan, áður en hann er sagður hafa skotið á þau, sagði Murphy ennfremur á fundinum.

- Auglýsing -

„Það stafaði greinilega engin ógn frá neinum í bifreiðinni,“ sagði lögreglustjórinn einnig. „Monahan hafði enga ástæðu til að finnast sér ógnað.“

Vinirnir keyrðu frá húsinu eftir árásina og hringdu eftir hjálp í nærliggjandi bæ en Kaylin var úrskurðuð látin af sjúkraflutningamönnum.

„Herra Monahan var ekki samvinnuþýður við rannsóknina og neitaði að yfirgefa heimili sitt til að ræða við lögreglu,“ sagði lögreglustjórinn á blaðamannafundinum. GoFundMe-síða hefur verið stofnuð fyrir fjölskyldu fröken Gillis til að hjálpa þeim með „útförina og annan kostnað.“

- Auglýsing -

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -