Lögreglan í Bretlandi sendi frá sér áríðandi yfirlýsingu seint í gærkvöldi þar sem óskað var eftir aðstoð við að finna fjögurra ára dreng frá Darlington, sem sagður er vera týndur. Drengurinn, George Jack Temperley-Wells, er talinn hafa farið til Antalya-svæðisins í Tyrklandi með móður sinni, Brogan Elizabeth Temperley, þann 29. júní síðastliðinn.
Lögreglan í Durham taldi líklegt að mæðginin hefðu eytt tíma með föður George, Scott Nigel Wells, í Tyrklandi. Þá kemur fram í yfirlýsingu lögreglu að alvarlegar áhyggjur séu af velferð drengsins og brýnt sé að finna hann sem fyrst. Auk þess þurfi lögreglan að ræða við móður hans, Brogan.
George er rauðhærður, ljósa húð, dökk augu og sást síðast á Marina svæðinu í Antalya. Móðir hans, Brogan, er 28 ára gömul, grannvaxin með sítt dökkt hár og dökk augu. Allir sem eru í sambandi við móðurina eru beðnir um að hvetja hana til að hafa tafarlaust samband við yfirvöld í Tyrklandi eða Bretlandi til þess að staðfesta dvalarstað hennar.