Fimmtudagur 23. janúar, 2025
-0 C
Reykjavik

Úkraínska leyniþjónustan myrti rússneskan hershöfðingja í morgun – Földu sprengju í rafhlaupahjóli

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Úkraínska leyniþjónustan hefur viðurkennt að hún hafi staðið á bak við morðið á háttsettum rússneskum hershöfðingja í Moskvu í morgun. Hinn myrti, Igor Kirillov, sem lést þegar sprengja sem hafði verið komið fyrir á rafhlaupahjóli, sprakk í miðborg Moskvu í morgun. Málið þykir vandræðalegt fyrir Vladimir Putin, Rússlandsforseta.

Igor Kirillov

Sprengjan sem banaði Kirillov, sem var hershöfðingi í rússneska hernum og yfirmaður kjarnorku- og geislavarna, var falin í rafhlaupahjóli við innganginn að heimili hans í Moskvu. Að sögn rússneskra yfirvalda var sprengjunni fjarstýrt. Aðstoðarmaður Kirillov lést einnig í árásinni.

Að sögn rússneskra fjölmiðla innihélt sprengjan um 300 grömm af TNT-sprengiefninu og að hún hafi verið sprengd með fjarstýringu.

Samkvæmt RÚV tók hershöfðinginn við stöðu yfirmanns kjarorku- og geislavarna í Rússlandi 2017 en hann hefur verið sakaður um að heimila notkun efnavopna í innrás Rússlandshers í Úkraínu. Í haust gáfu Bretar út ferðabann á Kirillov og frystu eignir hans. Var farið í þær refsiaðgerðir vegna bæði notkunar efnavopna og vegna þess að hann stuðlaði að dreifingu falsfrétta.

Í gær kærði leyniþjónusta Úkraínu Kirillov fyrir notkun hans á efnavopnum í Úkraínu og heldur leyniþjónustan því fram að Rússar hafi notað efnavopn í 4.800 í skipti frá því að innrásin hófst. Segir hún að um tvö þúsund hermenn úkraínuhers hafi verið fluttir á sjúkrahús eftir slíkar árásir og að þrír hafi látist.

Leyniþjónustan hefur nú gengist við morðinu á hershöfðingjanum, samkvæmt Sky News.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -