Miðvikudagur 15. janúar, 2025
6.1 C
Reykjavik

Úkraínumenn bjóða DeSantis til landins eftir að hann kallaði stríðið „landamæradeilu“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Yfirvöld í Úkraínu hafa boðið ríkisstjóra Flórída, Ron DeSantis í heimsókn, eftir að Repúplíkaninn kallaði innrásarstríð Rússlands, „landamæradeilu“.

DeSantis þykir afar líklegur til þess að bjóða sig fram til forseta Bandaríkjanna árið 2024 en hann sagði þetta er hann svaraði spurningum sem sendar voru á mögulega frambjóðendur Repúblíkana.

Hinn fyrrum þingmaður sagði að áframhaldandi aðstoð Bandaríkjanna við Úkraínu væri ekki meðal „mikilvægra þjóðarhagsmuna“ landsins. Gefur þetta svar sterklega til kynna að hann hyggist minnka aðstoðina, verði hann forseti.

Með þessu kom í ljós að hann sé sammála fyrrum forseta Bandaríkjanna og helsti keppinauturinn um útnefningu repúblikana, Donald Trump, sem hefur andmælt stuðningi til Kænugarðs og gagnrýnt hvernig stjórn Bidens hefur tekið á stríðinu.

Athugasemdir þeirra tveggja sýna þá gjá sem er í Repúlíkanaflokknum á milli einangrunarsinna sem eru efins um hernaðaraðstoð, og stefnumótunar hjá flokknum, um aðstoð til Kænugarðs.

DeSantis var að svara spurningum Tucke Carlson hjá Fox-sjónvarpsstöðinni er hann sagði: „Bandaríkin hafa marga mikilvæga þjóðarhagsmuni að gæta … en að flækjast enn frekar í landamæradeilu milli Úkraínu og Rússlands er ekki einn þeirra.“

- Auglýsing -
Hinn 44 ára DeSantis hefur ekki gefið það út opinberlega að hann muni bjóða sig fram gegn Trump en hefur verið að taka öll nauðsynleg skref til að undirbúa það.

Þegar Trump svaraði sömu spurningu, um það hvort stuðningur Bandaríkjanna við Kænugarð væri nauðsynlegur fyrir Washington, sagði hann: „Nei, það er það fyrir Evrópu. En ekki fyrir Bandaríkin.“

Talsmaður utanríkisráðuneytis Úkraínu, Oleg Nikolenko, gagnrýni athugasemdir DeSantis og tvítaði heimsóknarboð til ríkisstjórans á þriðjudag.

„Við erum viss að fyrrum yfirmaður í hernum, DeSantis sjái mun á stríði og deilum, þegar hann er sendur á vígvöllinn,“ sagði Nikolenko og hélt áfram: „Við bjóðum honum til Úkraínu svo hann öðlist dýpri skilning á stærð innrásarstríðs Rússlands og þá ógn sem það er við hagsmuni Bandaríkjanna.“

- Auglýsing -

Bandaríkin er það land sem styrkt hefur Úkraínu mest fjárhagslega frá því að stríðið hófst. Styrkirnir borgar fyrir dróna, skriðdreka, eldflaugar og fleiri skotvopnakerfi sem og að veita þjálfunar, flutnings- og upplýsingastuðning.

Mannúðaraðstoð Bandaríkjanna hefur náð yfir fæðuaðstoð, öruggt drykkjarvatn, sjúkragögn og fleiri nauðsynjar sem Úkraína skortir vegna stríðsins. Fjárhagsstuðningurinn hefur einnig hjálpað yfirvöldum í landinu við að borga embættimönnum laun, sem og heilbrigðisstarfsmönnum og kennurum.

Fréttin er unnin upp úr frétt BBC.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -