Föstudagur 25. október, 2024
0.4 C
Reykjavik

Ung mótorkrossstjarna dó á æfingu: „Enginn hafði stærra hjarta eða meiri ákveðni en Jayo“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Ástralska mótorkrossstjarnan Jayden „Jayo“ Archer er látinn, aðeins 27 ára að aldri.

Jayden „Jayo“ Archer, sem þekktur er fyrir að ná fyrstu allra þreföldum baksnúningi í mótorkrosskeppni, lést 21. febrúar af slysförum er hann var að æfa baksnúninginn, samkvæmt ESPN. Hann var einungis 27 ára gamall.

„Jayo var ímynd ástríðunnar, vinnuseminnar og ákveðninnar,“ skrifaði Nitro Circus, íþróttamiðilafyrirtæki, stofnað af Travis Pastrana en Archer var partur af fyrirtækinu, skrifaði á Instagram. „Hann ýtti mörkum þess sem hægt var á torfæruhjóli upp í hæðir sem aldrei hafa sést áður. Hann hafði jákvæð áhrif á þá sem í kringum hann voru. Og umfram allt frábær mannvera og vinur okkar allra.“

Og færslan hélt áfram: „Sendum hugsanir okkar og ást til fjölskyldu og vina Jayo. Við elskum þig félagi. Hjólaðu í friði.“

Archer starfaði fyrir Nitro Circus, samkvæmt ESPN, sem aðstoðarvélvirki í nokkur ár áður en hann kom fram í fyrstu sýningu sinni árið 2012. Í nóvember 2022 tryggði hann stöðu sína sem ein af rísandi íþróttastjörnunum þegar hann var fyrstur til að takast með góðum árangri, að gera þrefaldan baksnúning á torfæruhjóli, fyrir framan lifandi áhorfendur á Nitro World Games í Brisbane, Ástralíu.

„Ég get ekki lýst þessari tilfinningu,“ sagði Archer eftir vel heppnaða frammistöðu sína, í viðtali við Nitro Circus. „Þetta er svo miklu meira en brella fyrir mig. Ég hef helgað allt líf mitt síðustu þrjú ár þessari stundu. Það voru margar hindranir og beinbrot og rothögg, og ég myndi gera það 100 sinnum til að endurupplifa það augnablik aftur.“

- Auglýsing -

Íþróttamaðurinn tók svo hljóðnemann af fréttamanninum og bað kærustu sinnar, Beth King. Þau ætluðu að gifta sig á þessu ári.

Ricky Melnik, varaforseti og framkvæmdastjóri Nitro Circus, sagði við ESPN um Archer: „Enginn hafði stærra hjarta eða meiri ákveðni en Jayo.“

„Við kölluðum hann hinn ótrúlega Hulk,“ hélt hann áfram. „Hann var óargadýr (e. beast) á hjólinu og mildur risi þegar hann kom af því. Að horfa á hann fara í gegnum ferlið við að læra og lenda þrefalda snúningnum í keppni, var svo hvetjandi. Hann vildi taka FMX á næsta stig og fara lengra en nokkur hafði náð áður.“

- Auglýsing -

Pastrana, stofnandi samtakanna, sagði einnig við Nitro Circus eftirfarandi: „Þetta sló mann alveg út af laginu. Jayo ólst upp á tímum þegar hasaríþróttir voru sem mestar og hann vildi alltaf gera stóru hlutina eins og tvöfaldann og þrefaldann [innsk. blm. snúning], jafnvel þó að það væru ekki margir staðir til að sýna þessar stærri brellur. Hann var frábær manneskja fyrst, vinnusamur í öðru lagi og algjört hörkutól í þriðja lagi.“

Hér má sjá hið ótrúlega stökk:

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -