Þriðjudagur 14. janúar, 2025
8.8 C
Reykjavik

Ung vinnukona í Buckingham-höll handtekin fyrir óspektir – Braut glös og reyndi að kýla barþjón

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Rannsókn mun fara fram eftir fregnir af því að starfsmaður Buckingham-hallar hafi verið handtekinn eftir jólaboð, bárust fjölmiðlum, að sögn talsmanns hallarinnar.

Lögreglan var kölluð að All Bar One í Victoria-stræti í miðborg Lundúna, eftir klukkan 21 á þriðjudag, samkvæmt fréttum. Hermt er að starfsmaður, sem talinn er vera vinnukona, hafi reynt að gefa starfsmanni barsins hnefahögg og brotið glös.

Talsmaðurinn sagði að gripið yrði til „viðeigandi aðgerða“ eftir að höllinni yrði gert kunnugt um atvikið. The Sun greindi frá því að kvenkyns starfsmaður hafi verið handtekin á bar í Victoria-stræti á þriðjudagskvöld.

Talsmaður hallarinnar sagði við BBC: „Okkur er kunnugt um atvik utan vinnustaðinn þar sem fjöldi starfsmanna hallarinnar var saman kominn eftir að hafa áður mætt í móttöku snemma kvölds í höllinni. Þó að þetta hafi verið óformlegur hittingur, ekki opinber jólaveisla í höllinni, verða staðreyndir málsins rannsakaðar að fullu, og í kjölfarið fer fram öflugt agaferli í tengslum við einstaka starfsmenn og viðeigandi ráðstafanir gerðar.“

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu sagði í samtali við The Sun að lögreglumenn hefðu verið kallaðir á bar í Victoria-stræti eftir að tilkynnt var um að viðskiptavinur hefði „brotið glös og reynt að ráðast á starfsmann“.

Segir hún að 24 ára kona hafi verið handtekin vegna gruns um almenna líkamsárás, skemmdir og ölvun og óspektir áður en hún var látin laus eftir að hafa verið dæmd til sektar.

- Auglýsing -

Talsmaður lögreglunnar í Lundúnum sagði: „Klukkan 21.21 þriðjudaginn 10. desember voru lögreglumenn kallaðir á bar í Victoria-stræti, SW1, í kjölfar frétta um að viðskiptavinur hefði brotið glös og reynt að ráðast á starfsmann. Lögreglumenn mættu og handtóku 24 ára gamla konu, grunaða um líkamsárás, skemmdir og ölvun og óspektir. Hún var færð í gæsluvarðhald og sleppt kvöldið eftir, eftir að hafa greitt sekt fyrir óspekktir.“

The Sun greindi frá því að talsmaður Buckingham-hallar sagði að viðburðurinn hafi verið óformlegur hittingur en ekki opinbert jólaboð í höllinni, en að rannsókn muni fara fram.

 

- Auglýsing -

 

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -