Miðvikudagur 20. nóvember, 2024
-4.3 C
Reykjavik

Ungi Bretinn fundinn heill á húfi á Majorca: „Röð óheppilegra atburða“ leiddi til hvarfsins

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Hinn ungi Breti Ben Ross er fundinn, heill á húfi eftir að hafa verið týndur á Majorca síðan 10. júlí síðastliðinn.

Sjá einnig: Annar ungur Breti hverfur á Spáni – Átti í útistöðum við meðleigjendur sína

Ben, 26 ára lögfræðinemi frá Wigan á Stór-Manchester-svæðinu, hvarf eftir að hafa tekið sér pásu frá námi svo hann gæti eitt smá tíma í Palma City, höfuðborg Majorca. Hann var rændur á meðan hann synti í sjónum og skilinn eftir „peningalaus, símalaus og með enga leið til að láta vita af sér,“ samkvæmt móður hans, Felix Robinson.

Vinir og fjölskylda Ben sögðu „röð óheppilegra atburða“ hafa leitt til þess að hann hvarf og móðir hans hafði áður sagt að texti frá syni sínum benti til þess að hann væri ekki í réttu hugarástandi. Eftir að hafa ekki sést síðan 10. júlí er hann nú kominn til bresku ræðismannsskrifstofunnar í Palma „tættur en lifandi,“ samkvæmt fjölskylda hans.

Mamman Felix sagði í yfirlýsingu sem birt var á netsöfnunni sem notuð var til að hjálpa til við að safna peningum til að finna son hennar, að fjölskyldan einbeiti sér nú að því að koma honum „til fullrar heilsu aftur“. Hún sagði: „Ég er svo ótrúlega þakklát fyrir alla hjálpina og stuðninginn sem við höfum fengið. Allir hafa verið sannarlega ótrúlegir. Okkur er svo létt að hafa fundið hann og einbeitum okkur nú að því að koma honum aftur til fullrar heilsu og heim heilu og höldnu.“

 

- Auglýsing -

 

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -