Unglingsstúlka, sem varð fyrir eldingu ásamt föður sínum í Florida, Bandaríkjunum, er látin.
BBC segir frá því að Baylee Holbrook, 16 ára, og faðir hennar, hafi bæði orðið fyrir eldingu er henni laust í tré á þriðjudaginn en feðginin voru á veiðum. Faðir hennar missti meðvitund en vaknaði seinna og fann þá dóttur sína í alvarlegu ástandi en hún andaði ekki.
Stúlkan var flutt með hraði á sjúkrahús, þar sem hún lést tveimur dögum síðar, samkvæmt yfirvöldum.
„Henni var svo annt um alla aðra,“ sagði Willie McKinnon, fjölskylduvinur Holbrook og prestur við CBS. „Hún var hjartað í vinahópnum, og einnig varðandi fólkið sem hún elskaði og komst í kynni við og hún var almennt hjartað alls staðar.“
Baylee var klappstýra í skólanum og vinir hennar sögðu að hún hefði elskað að veiða og vera úti í náttúrunni.
Menntaskólinn hennar aflýsti öllum íþróttaviðburðum skólans í gær svo fólk gæti syrgt en skólafélagar hennar og vinir söfnuðust í kirkju bæjarins í sameiginlegri bæn.
„Við erum að biðja fyrir Holbrook fjölskyldunni sem og í íhugun,“ sagði Trinity Baptistakirkjan á samfélagsmiðlum.
Lögreglan í Putnam-sýslu varaði við því að eldingum hefur fjölgað þessa vikuna á Palatka svæðinu, um 96 kílómetra frá Jacksonville.
„Stormar geta myndast snögglega og eldingar geta lostið niður í allt að 16 kílómetra fjarlægð frá úrkomu.“
Að meðaltali látast 28 manns í Bandaríkjunum vegna eldinga, samkvæmt gögnum þar í landi.