Mánudagur 16. desember, 2024
0.8 C
Reykjavik

Unglingspiltur grunaður um að myrða fjölskyldu sína – Hringdi sjálfur í lögregluna

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Unglingur er í gæsluvarðhaldi grunaður um fjórfalt morð en hann er talinn hafa drepið fjölskyldu sína á heimili þeirra í Belen, Nýju Mexíkó, að sögn lögreglu.

Lögreglustöðin í Valencia fékk símtal um 3:30 að morgni laugardags frá Diego Leyva, 16 ára, sem sagði þeim sem svaraði í símann að hann hefði myrt fjölskyldu sína.

Talsmaður lögreglunnar sagði á sunnudag að þegar lögreglumenn komu á staðinn hafi Leyva gengið út úr íbúðinni með hendur á lofti og verið mjög ölvaður.

Hann streittist ekki á móti er hann var handtekinn, að því er segir í yfirlýsingu þeirra.

Þegar lögreglumenn komu inn á heimlið fundu þeir fjögur fórnarlömb sem virtust hafa látist af völdum skotsára. Einstaklingarnir voru síðar skilgreindir sem Leonardo Leyva, 42 ára; Adriana Bencomo, 35 ára; Adrian Leyva, 16 ára; og Alexander Leyva, 14 – allir fjölskyldumeðlimir unglingsins sem grunaðir eru um morðin.

Leyva var fluttur á svæðissjúkrahús til afeitrunar, að sögn lögreglunnar. Eftir að hann var útskrifaður af sjúkrahúsinu í gær var Leyva skráður inn á Juvenile Justice Center í Albuquerque. Hinn 16 ára unglingur hefur nú verið kærður fyrir fjórfalt morð af fyrstu gráðu.

- Auglýsing -

Rannsókn á tildrögum morðanna stendur yfir, að sögn lögregluembættisins.

 

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -