Þriðjudagur 24. desember, 2024
2.8 C
Reykjavik

Unglingsstúlka neydd til að afklæðast á flugvelli: „Þetta olli mér miklu áfalli og skömm“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Bresk unglingsstúlka segist hafa verið neydd til að afklæðast fyrir framan öryggisverði flugvallar í kynskoðun eftir að þeir neituðu að trúa því að hún væri stúlka. Segist hún vera í „áfalli“ eftir þessar raunir.

Caitlyn Disley, 15 ára, hafði lent á Hurghada flugvelli í Egyptalandi þegar öryggisverðir flugvallarins neyddu hana til að gangast undir kynskoðun, þar sem henni var skipað að lyfta brjóstahaldaranum og sanna að hún væri ekki með karlkyns kynfæri. Hún og fjölskylda maka hennar hafa sagt að þau hafi ekki getað yfirgefið flugstöðina fyrr en hún kláraði hina óþægilegu skoðun fyrir framan hjúkrunarfræðing.

Caitlyn.

Full af skömm

Þó að fjölskyldi hafi að lokum getað farið, þegar öryggisverðirnir voru sannfærðir um að hún væri kvenkyns, rétt eins og fram kom á vegabréfinu hennar, hefur reynslan skilið hana eftir varanleg óþægindi á sálinni. Caitlyn sagðist vera hneyksluð og „full af skömm“ yfir því sem átti sér stað. Hún útskýrði að eina breytingin á útliti hennar frá því að myndin á vegabréfinu var tekin, hafi verið að hún væri með styttra hár.

Caitlyn sagði: „Þetta olli mér miklu áfalli og skömm. Ég hef aldrei lent í neinu slíku áður.“ Faðir hennar Tom Disley, 40, sagðist vilja segja frá reynslu dóttur sinnar svo aðrir væru á varðbergi gagnvart svipuðum aðstæðum í Egyptalandi. Sex barna faðirinn Tom, húsvörður, sagði að þessi „hræðilega“ reynsla hafi farið sérstaklega illa í dóttur sína síðan hún sneri aftur til Bretlands.

Hann sagði: „Þetta hefur verið hræðileg reynsla fyrir Caitlyn og ég held að það hafi slegið hana meira núna þegar hún er komin heim. Hún gat sett þetta á bakvið eyrun á meðan þau voru í burtu en hún hafði samt áhyggjur af því að þetta gæti gerst aftur á Hurghada flugvellinum á leiðinni heim. Caitlyn er strákastelpa (e. tomboy) en í vegabréfinu hennar segir að hún sé stelpa, og myndin er greinilega af handhafanum, hvort sem hún er með stutt hár eða ekki.“ Bætti hann við: „Ég, pabbi hennar og bræður hennar höfum aldrei séð Caitlyn í slíkri vanlíðan. Hún var með tvo karlmenn sem stóðu fyrir framan sig og sögðust vilja sjá ákveðna líkamsparta hennar.“

- Auglýsing -
Caitlyn á yngri árum.

Hlakkaði til ferðarinnar

Tom, sem býr með Caitlyn, í Wigan á Stór-Manchester-svæðinu, sagði að hana hafi hlakkað til ferðarinnar með kærustu sinni, þekkt sem Liv, og fjölskyldu hennar. Þau höfðu bókað gistingu á dvalarstað við Rauðahafið í tíu daga, svo þau gætu baðað sig í sólinni áður en skólaönnin hófst.

En ekki löngu eftir að þau höfðu stigið út úr flugvélinni 25. ágúst sagði Tom að tveir embættismenn hafi nálgast Caitlyn og skipað henni síðan að „afklæðast“ fyrir framan hjúkrunarfræðing. „Hún, foreldrar Liv og Liv lentu í Egyptalandi og eftir að hafa farið frá borði horfðu tveir karlmenn frá öryggisgæslunni lengi á vegabréfið hennar og horfðu síðan á hana, en leyfði þeim að lokum að fara í gegn,“ sagði Tom áður en hann hélt áfram: „En töskur hópsins voru þær síðustu til að birtast á færibandinu og voru þær því nánast einar þegar mennirnir tveir komu aftur og sögðust þurfa að athuga svolítið. Mamma Liv spurði hvort það væri einhver sem gæti talað ensku vegna þess að það var eitthvað rugl í samskiptum. Það var enginn sem kunni ensku en náðu á endanum að koma því til skila þeir þyrftu að athuga að hún væri kvenkyns og var farið með hana inn í herbergi. Í fyrstu held ég að mennirnir sjálfir hafi viljað skoða hana náið. En mamma Liv setti niður fótinn og þau fundu kvenkyns hjúkrunarfræðing. Ég hef ekki hugmynd um hvort hún hafi haft eitthvað með flugvöllinn að gera. Hún bað Caitlyn að lyfta íþróttabrjóstahaldaranum sínum og þá var því komið á framfæri að þau þyrftu að „kíkja þarna niður“. Mamma Liv sagði „ekki sjens“ en þau gerðu þá málamiðlun að Caitlyn dró stuttbuxurnar sínar þröngt að sér til að sýna að hún væri ekki með karlkyns kynfæri. Svo fengu þau að fara.“

- Auglýsing -

Fordómar gegn LGBT+ fólki

Í Egyptalandi er kynferðislegt athæfi samkynhneigðra bönnuð á milli karlmanna, þar sem „ósiðsemi“, „hneykslanleg athæfi“ og „óhóf“ eru refsiverð, að sögn hinna óhagnaðardrifnu samtaka The Human Dignity Trust. Samtökin bæta því við að það hafi verið „stöðugar fregnir af mismunun og ofbeldi sem framið er gegn LGBT+ fólki í Egyptalandi“.

Og samtökin segja að þetta hafi falið í sér „misnotkun, áreitni, þvingaðar endaþarmsrannsóknir og þvingaðar múturgreiðslur“. Tom sagðist vilja vekja athygli á því að aðrir ferðamenn frá Bretlandi gætu lent í svipuðum atvikum þegar þeir ferðast til Egyptalands í framtíðinni. Fjölskyldan hefur síðan farið með mál sitt til þingmannsins Lisu Nandy, en teymi hennar hefur sagt þeim að hún ætli að ræða það við viðeigandi ráðherra í ríkisstjórninni.

Tom bætti við: „Við þurfum að koma skilaboðunum áleiðis. Caitlin vill ekki að þetta komi fyrir neinn annan. Það gæti verið 10 eða 11 ára næst. Við erum ekki að leitast eftir því að lögsækja neinn. Við erum bara á móti því að allir aðrir – sérstaklega börn – þurfi að horfast í augu við svona niðurlægingu.“

Talsmaður breska utanríkisráðuneytisins sagði: „Við tjáum okkur ekki um einstök mál sem varða börn en starfsfólk okkar er reiðubúið að styðja breska ríkisborgara erlendis allan sólarhringinn. Utanríkis-, samveldis- og þróunarskrifstofan (FCDO) og sendiráð Bretlands, hánefndir og ræðisskrifstofur geta aðstoðað breska ríkisborgara erlendis við ýmsar aðstæður.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -