Laugardagur 16. nóvember, 2024
-0.6 C
Reykjavik

Ungri móður með barn í fanginu hótað með hnífi – Lögreglan biður um hjálp

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Lögreglan í Lundúnum hefur birt myndband sem sýnir hið hryllilega augnablik er innbrotsþjófur leggur hníf að ungri móður sem heldur á ungabarni sínu, og heimtar af henni pening. Birtist myndbandið nú í von um að einhver þekki kauða.

Samkvæmt Daily Mail er fórnarlambið er 22 ára kona en hún var heima hjá sér í Wandsworth í Suð-vestur Lundúnum er tveir karlmenn drápu á dyr um klukkan 14:30 á þriðjudaginn. Þeir ruddust svo inn á heimilið. Konan, sem hélt á kornungu barni sínu var neydd inn í eldhús af öðrum manninum sem beindi að henni hnífi. Var hann klæddur í bláan Tesco-jakka en hann heimtaði af henni peninga áður en þeir báðir flúðu af vettvangi.

Kauðinn í bláa jakkanum

Nú hefur lögreglan birt myndband og ljósmyndir úr öryggismyndavélum heimilisins í von um að hægt sé að finna þá. Ekki er talið að þeir hafi haft eitthvað upp úr krafsinu og enginn slasaðist. Lögreglan er að eltast við fjöldi ábendinga sem borist hafa síðan þetta gerðist.

Hinn kauðinn

„Samfélaginu mun hrylla við þessu hræðilega atviki og ég veit að margir munu vilja ná til okkar og hjálpa okkur að bera kennsl á þá,“ sagði rannsóknarlögreglustjórinn Cerith Jones. „Ég hvet fólk í hverfinu til að vinsamlegast kíkja á dyrabjölluna sína og myndefni úr öryggismyndavélinni í leit að myndefni sem gæti hjálpað okkur. Ef þið voruð í nágrenninu og sáuð tvo grunsamlega menn sem jafnvel voru hlaupandi í burtu, þá viljum við heyra frá ykkur. Unga konan var dauðhrædd og það er brýnt að við náum sökudólgunum.“

Í kjölfar málsins mun lögreglan sinna auka eftirliti á svæðinu næstu daga til að hjálpa til við að róa íbúa á svæðinu.

Hér fyrir neðan má sjá hið óhugnanlega myndband:

- Auglýsing -

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -