Morðrannsókn er hafin eftir að maður var stunginn til bana á Notting Hill Carnival í gær. Kemur fram í yfirlýsingu frá lögreglu að henni hafi verið gert viðvart um mann sem hafði verið stunginn í Ladbroke Grove við Westway flugbrautina. Lögregla hafi í kjölfarið drifið sig á vettvang og veitt fórnarlambinu skyndihjálp þar til sjúkraflutningamenn komu. Fórnarlambið, 21 árs gamall karlmaður, var fluttur á sjúkrahús í vesturhluta London þar sem hann var úrskurðaður látinn.
Lögregla hvetur vitni að gefa sig fram og segir að hundruðir manna hafi verið nálægt staðnum þar sem maðurinn var stunginn. Þá sagði Dr Alison Heydari, lögreglustjóri, að stjórnendur hátíðarinnar hefðu unnið hörðum höndum til að tryggja öryggi þeirra sem sóttu hátíðina. Hún hafi að mestu leyti farið vel fram fram þar til morðið átti sér stað á síðasta degi hátíðarinnar. „Hugur okkar er hjá fjölskyldu hins látna sem reynir nú að sætta sig við hræðilegan missi,‘‘ sagði Alison og bætti við að þeirra helstu sérfræðingar væru nú að rannsaka málið.