Fimmtudagur 20. febrúar, 2025
5.8 C
Reykjavik

Ungur starfsmaður frægs sjónvarpskokks fannst látinn: „Hans verður sárt saknað“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

„Mikið elskaður“ og „vel metinn“ starfsmaður stjörnukokksins Rick Steins hefur fundist látinn inni í starfsmannahúsnæði en fólk hafði haft áhyggjur af velferð hans.

Kokkurinn ungi, sem var á þrítugsaldri, lést fimmtudaginn 13. febrúar. Lögreglan var kölluð að gististað við Grenville Road í Padstow um klukkan átta að kvöldi. Lögreglan var að fylgja eftir áhyggjum af velferð unga mannsins sem bjó í starfsmannahúsnæði fyrirtækis hins fræga kokks.

Talsmaður lögreglunnar í Devon og Cornwall sagði að maðurinn, sem var starfsmaður hjá The Cornish Arms, í St Merryn, hafi verið úrskurðaður látinn á vettvangi. Andlát hans er ekki meðhöndlað sem grunsamlegt og hefur nánustu aðstandendum hans verið tilkynnt um andlát hans.

Í yfirlýsingunni sagði: „Lögreglan var kölluð til Grenville Road, Padstow, um klukkan 20:00 fimmtudaginn 13. febrúar, eftir áhyggjur af velferð karlmanns í húseign. Því miður var karlmaður á þrítugsaldri úrskurðaður látinn á vettvangi.“

Rick Stein keypti The Cornish Arms-kránna árið 2009 með fyrrverandi eiginkonu sinni og viðskiptafélaga, Jill Stein, og hét því að halda staðnum sem hefðbundinni Cornwall-krá. Hjá Rick Stein Group starfa nú yfir 600 manns. Hið fjölskyldurekna fyrirtæki inniheldur veitingastaði, matreiðsluskóla, verslanir og gestaherbergi. Mikill meirihluti starfseminnar er stjórnað frá Padstow.

Ian Fitzgerald, framkvæmdastjóri Rick Stein-veitingahúsa, sagði: „Við erum mjög sorgmædd að staðfesta andlát eins af matreiðslumönnum okkar fimmtudaginn 13. febrúar. Það eru engar grunsamlegar aðstæður í kringum andlátið, en af ​​virðingu fyrir óskum fjölskyldunnar um friðhelgi einkalífs á þessum erfiða tíma, munum við ekki deila frekari upplýsingum. Okkar innilegustu samúðarkveðjur sendum við fjölskyldu hans, vinum og öllum sem þekktu hann. Hann var mikils metinn og elskaður liðsmaður okkar og hans verður sárt saknað.“

- Auglýsing -

Hinn frægi sjónvarpskokkur er vel þekktur fyrir matreiðsluveldi sitt, sem inniheldur fjölda farsælra veitingastaða, verslana og hótela víðs vegar um Bretland og erlendis.

Ferðir til Cornwall sem Stein fór í sem barn veittu honum innblástur til að stofna viðskiptaveldi sitt og opnaði hann fjölda fyrirtækja víðs vegar um Cornwall, Winchester, Sandbanks og Barnes í London sem og Rick Stein á Bannisters stöðum í Mollymook og Port Stephens, Ástralíu.

Hinn 77 ára gamli Rick Stein er orðin ástsæl persóna í breskri matargerð, frægur fyrir fyrsta flokks veitingastaði, metsölumatreiðslubækur og sem kynnir fjölda sjónvarpsþátta. Þegar hann er ekki í sjónvarpinu skiptir Stein tíma sínum á milli London, hinnar fallegu Cornish-strönd og sólríku Ástralíu.

- Auglýsing -

 

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -