Fimmtudagur 16. janúar, 2025
4.9 C
Reykjavik

Úrskurðuð látin fyrir 30 árum en fannst á lífi í Puerto Rico: „Léttir að hún liggi ekki í skurði“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Bandarísk kona, Patricia Kopta, var úrskurðuð látin fyrir þrjátíu árum eftir að hún hvarf sporlaust frá heimili sínu. Hún fannst nýlega á lífi á elliheimili í Puerto Rico. Patricia og eiginmaður hennar höfðu verið gift í tvo áratugi þegar hún hvarf en hann segist feginn að hún hafi ekki verið myrt og að það sé vel hugsað um hana. „Það er léttir að hún liggi ekki í einhverjum skurði eða hafi verið myrt. Eftir þrjátíu ár reynir maður að hætta að hugsa um þetta. Nú get ég gert það, ég veit hvað gerðist og veit að hún er í góðum höndum.“

Patricia hvarf árið 1992 en var flutt á elliheimili sjö árum eftir komu sína til Puerto Rico og hefur verið þar síðan. Hún er nú orðin 83 ára og glímir við heilabilun. Stuttu fyrir hvarfið var Patricia lögð inn á geðspítala og talin sýna einkenni geðklofa. Hún óttaðist það að verða nauðungarvistuð og ákvað þá að láta sig hverfa til Puerto Rico. Patricia náði að halda uppruna sínum leyndum þar til minnið fór að bregðast henni.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -