Laugardagur 11. janúar, 2025
5.8 C
Reykjavik

Útvarpsstjóri Russia Today rekinn eftir ógeðsleg ummæli: „Ég er forviða, hvað get ég annað sagt?“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Rússneski ríkisfjölmiðillinn RT hefur rekið útvarpsstjórann Anton Krasovsky eftir að hann kallaði eftir því að rússneskumælandi börn í Úkraínu sem væru á móti Rússlandi, yrðu drekkt og brennd í einni útsendingu sinni.

Ritstjóri RT, Margarita Simonyan sagði frá málinu á Telegram 24. október síðastliðnum. Kallaði hún athugasemdir Krasovsky „brjálaðar og ógeðslegar.“

„Kannski mun Anton útskýra hverslags tímabundna geðveiki olli þessum [athugasemdum] og af hverju þær komu út úr munni hans. Það er erfitt að trúa því að börn ættu að vera drekkt. Á þessari stundu hef ég sagt upp samstarfi okkar, þar sem hvorki ég né restin hjá RT getur einu sinni hugsað sér að innan okkar raða sé slík geðveiki. Ég er forviða, hvað get ég annað sagt? Til barnanna í Úkraínu og í Donbas og til allra barna: Ég vil að allt þetta endi eins fljótt og auðið er og ég vil að þau geti lifað í friði og lært á því sínu móðurtungumáli.“

Anton Krasovsky kallaði eftir því að börnin yrðu drekkt, í þætti sínum Antonyms þann 20 október síðastliðinn. Þar var hann að taka viðtal við rithöfundinn Sergey Lukyanenko. Í viðtalinu lýsti rithöfundurinn því þegar hann var barn á níunda áratug síðustu aldar og fór til Úkraínu. Þar hafi hann hitt börn sem sögðu „Úkraína er hersetið af Rússum.“ Hann vakti athygli á að „þau voru hundrað prósent Rússar, rússneskumælandi börn.“

Krasovsky svaraði: „Þessum börnum hefði átt að hreinlega drekkja í Tysyna ánni, þar sem endurnar synda (tilvísun í Úkraínskt þjóðlag). Hreinlega drekkja þessum börnum. Drekkja! Nákvæmlega í Tysyna. Þetta er ekki í þínum stíl, þið eruð siðmenntað fólk, þið fantasíu-rithöfundar. Þetta er okkar aðferð. Um leið og þau segja „Rússar hersetja Úkraínu“, henda þeim í ánna í ofsafengna og hrottalega strauma.“

Lukyanenko svaraði með því að benda á refsiaðferðir forn Rússa „Hefð var fyrir því að refsa fólki með trjágreinum.“ Greip Krasovsky þá orðið: „Troðum þeim bara inn í grenihús og brennum það.“

- Auglýsing -

Eftir að þátturinn fór í loftið skrifaði Krasovsky á Telegram að hann hefði átt „yndislega beina útsendingu með Sergey Lukyanenko,“ en stuttu seinna eyddi hann færslunni.

Eftir að Simonyan gaf sína yfirlýsingu út bað Kasovsky hana afsökunar sem og öllum þeim sem „misstu það“ og álitu orð hans „brjáluð, óhugsandi og hrikaleg.“ Bætti hann við: „Hlustið, ég skammast mín mjög á því að hafa einhverra hluta vegna ekki séð þessi mörk. Um börn. En þetta gerðist svona; Þú ert í miðri útsendingu og þú missir þig aðeins. Og þú getur ekki stoppað. Ég vona að þið fyrirgefið mér.“

Fjallað var um málið á hinum útlæga rússneska miðli Meduza.

- Auglýsing -

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -