Föstudagur 10. janúar, 2025
0.8 C
Reykjavik

Varar við „hrottalegum fjöldamorðum“ ef Ísraelsher ræðst á Rafah: „Engin fordæmi í nútímasögunni“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Palestínskur embættismaður hefur varað við „hrottalegum fjöldamorðum“ gegn hundruðum þúsunda Palestínumanna á flótta og hvatt alþjóðasamfélagið til að grípa inn í og koma í veg fyrir fyrirhugaða árás Ísraela á „öruggt svæði“ í suðurhluta Gaza.

„Allar hernaðaraðgerðir í Rafah, þar sem rýmið er takmarkað og þar sem yfir 1,5 milljónir Palestínumanna eru á flótta frá ísraelska hernum, myndu leiða til hrottalegra fjöldamorða sem engin fordæmi hafa í nútímasögunni,“ sagði Mustafa Barghouti frá Palestínska þjóðarfrumkvæðisflokknum (e. Palestinian National Initiative party).

Yfirlýsing Barghouti kom eftir að Yoav Gallant, varnarmálaráðherra Ísraels, tilkynnti að Rafah væri næsta skotmark í hernaðaraðgerðum Ísraels. Árásir Ísraelsmanna hafa sent 85 prósent íbúa Gaza á flótta innanlands, á sama tíma og bráðs skorts á mat gætir sem og á hreinu vatni og lyfjum.

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -