Miðvikudagur 20. nóvember, 2024
-4.3 C
Reykjavik

Verður þetta vinsælasta hundategund Bretlands eftir andlát drottningarinnar?

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Samfélagsmiðlaspekingar spá því að sala á King Charles Spaniel hundategundinni muni stóraukast nú þegar Karl Bretaprins er orðinn Karl III Bretakonungur.

Búast má við að Calavier King Charles Spaniel hundategundin verði sú vinsælasta í Bretlandi nú þegar Karl er tekinn við krúnuninni. Dálæti Elísabetar II heitinnar á Corgi hundum og Dorgi hundum einnig, var þekkt en sonur hennar Karl III hefur meira dálæti á Jack Russell tegundinni. Samkvæmt Daily Star spá notendur samfélagsmiðla nú að vinsældir Cavalier King Charles spaniel muni verða sem aldrei fyrr.

Til eru fjórar tegundir af litum á þessa hundategund.

Ein manneskja tvítaði: „Verðið á King Charles Spaniel mun nú fara upp í rjáfur.“
Annar skrifaði „Nú munu allir vilja King Charles Spaniel.“
„Giska á að nú verði King Charles Spaniel ofur vinsæll/dýr,“ skrifaði enn einn.

Samkvæmt The American Kennel Club, hefur Cavalier King Charles Spaniel ríka sögu í tengslum við konungsfjölskylduna bresku og að í tegundinni blandist saman mild hlýja og ákefð og kraftur.

„Almenn fegurð Cavalier, konunglegur þokki og jafnvel skapið, gerir það að verkum að tegundin er ein af aðal hefðarhundunum,“ stendur á heimasíðu AKC.

- Auglýsing -

Umfjöllun um málið má finna á Mirror.co.uk.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -