Samfélagsmiðlaspekingar spá því að sala á King Charles Spaniel hundategundinni muni stóraukast nú þegar Karl Bretaprins er orðinn Karl III Bretakonungur.
Búast má við að Calavier King Charles Spaniel hundategundin verði sú vinsælasta í Bretlandi nú þegar Karl er tekinn við krúnuninni. Dálæti Elísabetar II heitinnar á Corgi hundum og Dorgi hundum einnig, var þekkt en sonur hennar Karl III hefur meira dálæti á Jack Russell tegundinni. Samkvæmt Daily Star spá notendur samfélagsmiðla nú að vinsældir Cavalier King Charles spaniel muni verða sem aldrei fyrr.
Ein manneskja tvítaði: „Verðið á King Charles Spaniel mun nú fara upp í rjáfur.“
Annar skrifaði „Nú munu allir vilja King Charles Spaniel.“
„Giska á að nú verði King Charles Spaniel ofur vinsæll/dýr,“ skrifaði enn einn.
Samkvæmt The American Kennel Club, hefur Cavalier King Charles Spaniel ríka sögu í tengslum við konungsfjölskylduna bresku og að í tegundinni blandist saman mild hlýja og ákefð og kraftur.
„Almenn fegurð Cavalier, konunglegur þokki og jafnvel skapið, gerir það að verkum að tegundin er ein af aðal hefðarhundunum,“ stendur á heimasíðu AKC.
Umfjöllun um málið má finna á Mirror.co.uk.