Ítalska knattspyrnugoðsögnin Gianluca Vialli er látinn, aðeins 58 ára að aldri; Ítalinn Gianluca Vialli, sem var einn besti framherji heims á sínum tíma, er látinn: Banamein hans var krabbamein í brisi.
Alls lék Vialli lék 59 leiki fyrir hönd Ítalíu og skoraði í þeim 16 mörk.
Hann var í hinu skemmtilega bronsliði Ítala á HM 1990.
Vialli hóf hinn glæsilega atvinnumannaferil sinn með Cremonese, en gekk árið 1984 til liðs við Sampdoria, þar sem hann lék í fremstu víglínu ásamt Roberto Mancini, æskuvini sínum, en Mancini er nú þjálfari Ítalíu.
Þeir félagar urðu ítalski meistarar með Sampdoria árið 1991 – eini Ítalíumeistaratitill félagsins.
Vialli átti líka glæsilegan feril hjá Juventus; varð ítalskur meistari með liðinu 1995 – og vann Meistaradeildina ári síðar.
Vialli var síðar þrjú ár í röðum Chelsea, á árunum 1996-1999, og varð spilandi þjálfari liðsins árið 1998; en það ár varð hann fyrsti ítalski þjálfarinn til að taka við liði í ensku úrvalsdeildinni.