Hópur fólks ældi blóði eftir að hafa borðað þurrís.
Fimm manna hópur sem fór út að borða í indversku borginni Gurugram lenti í hræðilegri lífsreynslu. Þannig var mál með vexti að hópurinn átti að fá sykur og ís blöndu til að hreinsa muninn eftir máltíðina. En í þess í stað fékk hópurinn afhentan þurrís og borðaði fólkið hann en að borða þurrís getur verið lífshættulegt.
Áhrif þurríssins urðu strax ljós og byrjaði fólkið að blæða úr munninum og æla blóða meðan það reyndi að skola munninn með vatni. Gestirnir voru lagðir inn á sjúkrahús í borginni og voru þar undir eftirliti lækna í tvo daga. Lögreglan handtók stjórnanda veitingastaðarins en eru ennþá að leita að eigandann, sem er sagður hafa lagt á flótta í kjölfar atviksins.
Málið er rannsakað sem eitrun en stjórnandi staðarins segir að um slys hafi verið að ræða.
Hægt er að horfa á myndband af atvikinu hér.