Þriðjudagur 19. nóvember, 2024
-4.5 C
Reykjavik

Vinkona Johnny Wactor lýsir síðustu augnablikum hans: „Af okkur stafaði engin ógn“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Sagt var frá því á dögunum að General Hospital leikarinn Johnny Wactor hafi verið skotinn til bana í Los Angeles, eftir að hafa beðið menn sem voru að reyna að stela hvarfakúti úr bíl hans, að fara í burtu frá bílnum. Vinkona hans og samstarfskona lýsir nú síðustu augnablikum hans en hún var með honum þegar hinn hryllilegi atburður átti sér stað.

Anita Joy

Vinirnir unnu saman sem barþjónar og voru að koma af vakt þegar þau sáu nokkra karlmenn vesenast við bíl Johnny.

„Vinur minn til átta ára fór úr því að hlæja með mér, vinna hlið við hlið við mig, yfirgefa barþjónavaktina okkar með mér og ganga að bílunum okkar með mér,“ skrifaði vinkonan, Anita Joy á Instagram 29. maí, „yfir í það að deyja í fanginu á mér á götum miðborgar Los Angeles, klukkan 3 að morgni.“

Joy sagði atvikið hafa gerst „á einu augnabliki“ þegar hún og Wactor nálguðust menn sem voru að fikta í bíl hans.

„Við nálguðumst mennina varlega, spurðum hvað þeir væru að gera, í fyrstu héldum við að verið væri að draga bílinn,“ skrifaði hún. „Af okkur stafaði engin ógn og Johnny hélt ró sinni eins og hann gerði alltaf, sagði einfaldlega að þetta væri bíllinn hans og að þeir þyrftu að fara í burtu. Hendur opnar friðsamlega til hliðar.“

Hún tók fram að Wactor hafi staðið á milli hennar og mannsins sem skaut hann, sem verndaði hana fyrir ofbeldi.

- Auglýsing -

„Þegar ég heyrði skotið óma inn í nóttina, féll hann kröftuglega aftur á bak í fangið á mér,“ rifjaði hún upp. „Þegar ég greip í hann, hrópaði ég „Elskan, er allt í lagi?“ Og hann svaraði bara: „Nei! Skotinn!“ Við veltumst út á götu þar sem ég ýtti fótunum undir hann og reyndi að halda líkama hans uppi á meðan ég öskraði á hjálp og öskraði á hann að vera áfram með mér.“

Einn öryggisvarðanna á vinnustaðnum þeirra hljóp til þeirra eftir að hafa hringt í neyðarlínuna. Vinnufélagarnir tveir reyndu að bjarga Wactor með því að framkvæma endurlífgun á meðan þeir biðu eftir að lögreglan kæmi.

„Við bundum gallaakkann minn utan um hann til að stöðva blæðingarnar,“ hélt hún áfram. „Þetta var of nálægt færi, of mikið sár til að hann gæti lifað það af en Guð minn góður, hann barðist fyrir að halda lífi. Ég er gjörsamlega miður mín og svo ótrúlega reið. Það eina sem veitir mér frið er að ég var með honum og hann lenti ekki einn í þessu. Það eina sem mun veita mér ró mun vera að sjá þessa hræðilegu menn dregna fyrir rétt.“

- Auglýsing -

Joy hélt áfram að heiðra manneskjuna sem Wactor var, og hrósaði hversu „gegnheill“ Siberia-leikarinn var og hæfileika hans „til að láta hverjum og einum líða svo sérstökum í augum hans“.

Og hún hélt áfram:

„Orkan hans var segulmögnuð og dró þig svo áreynslulaust inn – þú varst öruggur hjá honum,“ sagði hún. „Hann kom fram við alla af ást, virðingu, samúð og hann „sá“ þig í raun. Hann var fallegur, aulalegur fyrir allan peninginn, fullur af vinnusiðferði og gildum.“

Joy rifjar upp hvernig hann kallaði hana ástúðlega „Aníta Bonita,“. „Ég vona að endurhljómun raddar hans, að segja þetta í hvert skipti sem ég sá hann, fari aldrei úr minni mínu. Johnny lét mann falla algjörlega fyrir sér um leið og maður leit í stóru, bláu augu hans, og fyrir neðan þau aulalegt glott. Algjörlega einn besti maður sem ég hef kynnst.“

Johnny Wacktor var aðeins 37 ára er hann lést.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -