Fimmtudagur 2. janúar, 2025
1.8 C
Reykjavik

Vinkona Rachel fann lík hennar í fráveituskurði: „Þetta er svo svívirðilegt athæfi“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Náin vinkona fimm barna móðurinnar Rachel Morin fann lík hennar en það var greinilegt að um illvirki var að ræða.

Sjá einnig: Fimm barna móðir myrt á vinsælli gönguleið: „Ég elska Rachel, ég myndi aldrei gera henni neitt“

Mannlíf sagði frá líkfundi við fjölsótta gönguleið í Maryland, í gær en rannsókn stendur yfir. Michael Gabriszeski sagði við fjölmiðla að hann og dóttir hans, sem var náin vinkona Rachel, hefðu gengið til liðs við sjálfboðaliða um helgina sem leituðu að hinni 37 ára Rachel en hún hafði ekki komið heim eftir kvöldgöngu á þekktri gönguleið nærri heimili hennar. Feðginin fundu lík hennar í frárennslisgöng við Ma and Pa göngustíginn í Bel Air, Maryland á sunnudaginn.

„Ég endurtók í sífellu að við yrðum að leita í göngunum, því ég hafði einhverja tilfinningu fyrir þeim,“ sagði Michael WMAR-2. „Ég gekk til móts við ein göngin á meðan þau leituðu í öðrum göngum, og þar fundu þau hana,“ sagði hann og átti við dóttur sína og vin hennar.

Ástand líksins benti sterklega til þess að Rachel hefði verið myrt, bætti Gabriszeski við án þess að fara nánar út í það. Sagðist hann vera „ánægður að koma henni heim svo hún geti fengið sinn hvíldarstað.“ Bætti hann við: „Og varðandi fjölskyldu hennar, þau geta loks lokað þeim dyrum, og rannsóknin getur haldið áfram og vonandi ná þau þeim sem ber ábyrgð á þessu. Ég vona að þeir krefjist fyllstu refsingar fyrir gerandann.“

Morin sást síðast ganga í átt að Ma and Pa gönguleiðina um klukkan 18:00 á laugardaginn en kærasti hennar tilkynnti hvarf hennar klukkan 23:30 sama kvöld. Áður en dánardómstjóri hafði framkvæmt opinberlega krufningu var greinilegt að um morð var að ræða.

- Auglýsing -

Lögreglan í Harford-sýslu sagði að á þriðjudag hefðu næstum því 90 ábendingar borist frá almenningi um málið en enginn hefur enn opinberlega hlotið stöðu grunaðra.

Kærasti Morin, hinn 27 ára Richard Tobin neitaði á mánudaginn að tengjast morðinu en hann hefur áður verið kærður fyrir líkamsárás og brot á nálgunarbanni, áður en hann kynntist Rachel.

Bæjarráðskonan Jessica Boyle-Tsottles safnaði tugum fólks frá hinu samheldna samfélagi til að ganga í lest til heiðurs lífi Morin, samkvæmt frétt WMAR-2.

- Auglýsing -

„Þetta er svo svívirðilegt athæfi, þú veist, og það ætti ekki að fara fram hjá neinum. Við þurfum að standa saman, og veistu hvað? Hver veit? Kannski fáum við ábendingar og getum aðstoðað við þessa rannsókn,“ sagði hún við fjölmiðilinn.

„Ef þú varst á Ma and Pa gönguleiðinni á laugardaginn eða nálægt henni og tókst ljósmyndir eða myndskeið, þá biðjum við ykkur um að deila þeim með rannsakendum,“ sagði lögregluembættið á samfélagsmiðlum.

Andlát Morin er annað áfallið sem fjölskylda hennar upplifir á stuttum tíma. Aðeins rúmlega viku fyrir hvarf Rachel dó fjögurra mánaða gömul frænka hennar, Lily Beth Morin, vöggudauða. „Það er aðeins liðin vika síðan frænka mín Lily Beth dó vöggudauða og ég held ég þurfi að búa til aðra GoFundMe til að hjálpa móður minni, Patty Morin, með jarðarfararkostnað,“ skrifaði systir Rachel, Rebekah Morin, á GoFundMe söfnunarsíðu fjölskyldunnar.

Samkvæmt systur hennar var Rachel ekki með líftryggingu.

Frétt þessi er unnin upp úr frétt New York Post.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -