Fjögurra daga vopnahlé milli Ísraelshers og Hamas-liða er hafið samkvæmt heimildum erlendra miðla. Gert er ráð fyrir að fangaskipti fari fram síðar í dag líkt og ákveðið hefur verið. Þá er búist við að þrettán konum og börnum verði sleppt af Gazasvæðinu í dag um klukkan 16:00 að staðartíma. Að því loknu verður Palestínumönnum sleppt úr haldi ísraelsmanna.
Búist er við að hryðjuverkasamtökin Hamas komi til með að sleppa í hið minnsta 50 gíslum á næstu fjórum dögum. Talið er að tæplega tvö hundruð manns verði enn í þeirra haldi að því loknu. Ágreiningur var um hvar og hvernig fangaskiptin ættu að fara fram en hefur nú náðst samkomulag málið.