Miðvikudagur 20. nóvember, 2024
-4.3 C
Reykjavik

WWE-stórstjarna látin aðeins 36 ára að aldri – Dwayne Johnson „harmi sleginn“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

WWE-fjölbragðaglímukappinn Bray Wyatt lést óvænt í gær, aðeins 36 ára að aldri.

Paul „Triple H“ Levesque hjá WWE-fjölbragðagrímudeildinni bandarísku, sagði frá andláti Wyatt á Exinu, sem áður hét Twitter.

„Ég var að fá hringingu frá meðlimi Frægðarhöll WWE, Mike Rotunda en hann sagði mér frá þá sorglegu frétt að eilífðarfjölskyldumeðlimur okkar hjá WWE, Windham Rotunda, einnig þekktur sem Bray Wyatt, hafi látist óvænt fyrr í dag,“ skrifaði Triple H. „Hugur okkar er hjá fjölskyldu hans og við biðjum alla að virða friðhelgi einkalífs þeirra á þessum erfiða tíma.“

Banamein fjölbragðaglímustjörnunnar var hjartaáfall eftir stutt Covid-19 veikindi. Rotunda hafði undirliggjandi hjartasjúkdóm.

Dwayne „The Rock“ Johnsons, fyrrum fjölbragðaglímukappi frá WWE og núverandi ofurstjarna, tjáði sig um andlát Rotunda á Exinu í gær, þar sem hann sagðist meðal annars vera „harmi sleginn“ vegna fréttanna.

„Hef alltaf borið gríðarlega virðingu fyrir honum og ást til hans og Rotunda fjölskyldunni. Elskaði nærveru hans, hvernig hann talaði við áhorfendur, bæði í hringnum og í kringum WWE-heiminn,“ skrifaði hann. „Mjög einstakur, svalur og sjaldgæf týpa, sem er svo erfitt að skapa í okkar klikkaða glímuheimi. Ég er enn að meðtaka andlát geitarinnar (e. GOAT sem þýðir meistari) Terry Funk í gær, og nú Bray í dag. Ást mín, ljós, styrkur og mana til Rotunda fjölskyldunnar og Funk fjölskyldunnar, á þessum gríðarlega erfiðu tímum. Eins og alltaf, „takk fyrir húsið“.“

- Auglýsing -

Rotunda var fjögurra barna faðir en hann átti tvö börn með fyrri konu sinni og tvö með núverandi eiginkonu sinni, fyrrum WWE-kynninum Joseann Offerman.

Fréttin er unnin upp úr frétt BBC.

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -