Laugardagur 4. janúar, 2025
-6.2 C
Reykjavik

Yfir hundrað sjúklingar fastir á al-Shifa sjúkrahúsinu á Gaza – Umsátrið hefur staðið í tvær vikur

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Heilbrigðisráðuneytið á Gaza segir að eftir næstum því tveggja vikna umsátur ísraelska hersins við al-Shifa sjúkrahúsið, séu enn 107 sjúklingar og 60 heilbrigðisstarfsmenn eftir inni á sjúkrahúsinu. Ekki er um að ræða fyrsta umsátur ísraelska hersins frá 7. október.

Palestínumennirnir sem eru þar, þar með taldir 30 lamaðir sjúklingar, eru fastir í byggingunni án vatns, rafmagns og lyfja, segir í yfirlýsingu.

„Herinn hefur komið í veg fyrir allar tilraunir til að koma sjúklingunum úr húsinu, með hjálp alþjóðlega stofnana,“ segir í yfirlýsingunni og þar er varað við því að líf sjúklinganna sé í alvarlegri hættu og að til þess að þeim verði bjargað sé þörf á „brýnum aðgerðum“.

Al Jazeera sagði frá málinu.

 

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -