Föstudagur 25. október, 2024
1.5 C
Reykjavik

Yfirvöld hafa skilað líki Navalny: „Ég held að Alexei hefði sagt að þetta væri rétt“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Móðir Alexei Navalny, Lyudmila, hefur nú fengið lík sonar síns í hendur, segir Kira Yarmysh fréttaritari Navalny.

„Lík Alexei var afhent móður hans. Kærar þakkir til allra þeirra sem kröfðust þessa með okkur,“ sagði Yarmysh í færslu á X (áður Twitter). „Lyudmila Ivanovna er enn í Salekhard. Útförin bíður enn. Við vitum ekki hvort yfirvöld muni hafa afskipti af því að jarðarförin verði eins og fjölskyldan vill hafa hana og Alexey á skilið. Við munum láta ykkur vita um leið og fréttir berast.“

Ivan Zhdanov, forstjóri and-spillingarsjóði Navalnys, þakkaði öllum sem kröfðust þess að lík Navalny yrði komið til fjölskyldu hans. „Kærar þakkir til allra. Þakka öllum sem skrifuðu og tóku upp myndbandsákall. Ég held að Alexei hefði sagt að þetta væri rétt. Lík Navalny hefur verið sleppt til móður hans,“ sagði Zhdanov.

Áður sagði Zhdanov að rannsakendur hefðu sett nokkur skilyrði fyrir Lyudmilu svo líki sonar hennar yrði afhent henni. Þeir kröfðust þess að ættingjar og félagar Navalny héldu upplýsingum um jarðarför hans leyndu og að þeir slepptu því að halda opinbera minningarathöfn. Að kvöldi 23. febrúar greindu félagar Navalny frá því að Lydmilu hefði verið settir afarkostir og henni sagt að hún hefði þrjár klukkustundir til að samþykkja leynilega jarðarför fyrir son hennar. Móðirin neitaði.

Fréttin er unnin upp úr frétt Meduza.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -