Laugardagur 11. janúar, 2025
3.8 C
Reykjavik

Yfirvöld í Ísrael beita hræðsluáróðri gegn Íran: „Á leiðinni í borg nærri þér“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Þrátt fyrir að þeirra nánustu bandamenn hvetji til stillingar í kjölfar fordæmalausrar árásar Írans á Ísrael, snúa ísraelskir embættismenn sér að samfélagsmiðlum til að afla sér stuðnings – og til að valda ótta.

Opinber X-reikningur (fyrrverandi Twitter) ísraelskra stjórnvalda birti myndskeið frá árás helgarinnar og svo ljósmynd af Lundúnum í Bretlandi með skilaðboðunum „á leiðinni í borg nærri þér“.

„Stöðvið Íran núna, áður en það er of seint!“ sagði einnig í færslunni, sem birtist sama dag og David Cameron, utanríkisráðherra Bretlands, hitti ísraelska embættismenn í viðleitni sinni til að forðast víðtækari stigmögnun.

Stjórnvöld í Íran létu yfirvöld í Ísrael vita af yfirvofandi flygildaárásum með góðum fyrirvara og sögðu þær svör við árás Ísraelshers á íranska herstöð í Sýrlandi þann 1. apríl síðastliðinn þar sem sjö manns létust, þar af tveir hershöfðingjar. Enginn lést í árásum Írans á Ísrael.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -