Mánudagur 6. janúar, 2025
-3.2 C
Reykjavik

Zelensky segir Lukashenko hafa beðist afsökunar á eldflaugaárásum: „Ég ræð ekki“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Volodymyr Zelensky, forseti Úkraínu, segir að í upphafi innrásar Rússa í Úkraínu hafi Aleksandr Lukashenko, forseti Belarús, beðist afsökunar á eldflaugaárásum frá  yfirráðasvæði Belarús.

Í viðtali við bandaríska hlaðvarpsstjórnandan Lex Fridman, sem birt var í gær, sagði Zelensky að leiðtogarnir tveir hafi talað saman í síma aðeins nokkrum dögum eftir innrás Rússa í febrúar 2022.

„[Hann] baðst afsökunar og sagði: „Þetta var ekki ég. Flugskeytum var skotið frá yfirráðasvæði mínu og það var Pútín sem skaut þeim.“ Þetta eru orð hans. „Ég er með vitni og ég biðst afsökunar,“ sagði hann. […] „Volodymyr, þetta er ekki ég. Ég ræð ekki,“ sagði hann við mig.“

Zelensky sagðist hafa staðið auglitis til auglitis við Lukashenko og sakað hann um hlutdeild í árásunum. „Ég sagði honum: „Þú ert líka morðingi.“ […] Hann sagði mér: „Þú verður að skilja, þú getur ekki barist við Rússa.“ Ég sagði honum að við höfum aldrei barist við þá. „Það er stríð. Flaugarnar komu frá þínu landi, frá Belarús. Hvernig leyfðirðu þetta?“ rifjaði Zelensky upp. Að sögn Zelensky lagði Lúkasjenko til að hefnaraðgerð gegn Mozyr-olíuhreinsunarstöðinni og lagði áherslu á persónulegt mikilvægi hennar fyrir hann. „Ég sagði við hann: „Um hvað ertu að tala? Hvaða hefndaraðgerðir?“ sagði Zelensky.

Mozyr-olíuhreinsunarstöðin, ein sú stærsta í Belarús, vinnur fyrst og fremst rússneska hráolíu. Hún er staðsett á Gomel-svæðinu, sem liggur að Úkraínu.

Vorið 2024 varaði Lúkasjenkó við því að Úkraína myndi standa frammi fyrir „tíföldu viðbrögðum“ ef drónar þeirra myndu miða á Mozyr-hreinsunarstöðina og fullyrti að hann hefði fengið upplýsingar um að slík árás væri í skoðun.

- Auglýsing -

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -