Þriðjudagur 4. febrúar, 2025
-1.2 C
Reykjavik

Erna fylgir ekki Birgi – Jón Steinar segir Sjálfstæðisflokkinn siðlausan

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Erna Bjarnadóttir hefur greint frá því að hún ætli ekki að fylgja Birgi Þórarinssyni yfir í Sjálfstæðisflokkin.

Birgir sagði skilið við Miðflokkinn á dögunum, en hann sagði að sú ákvörðun hafi átt langan aðdraganda. Loks hafi hann ákveðið að færa sig yfir um flokk en ákvörðunin byggist meðal annars á Klausturmálinu um árið.
Í yfirlýsingu Birgis um helgina gaf hann í skyn að Erna myndi fylgja honum yfir í Sjálfsstæðisflokkinn.
Erna sagði það ekki ætlun sína í viðtali á Bylgjunni í morgun.

„Ég hef ekki skráð mig í Sjálfstæðisflokkinn og er ekki á leiðinni þangað,“ sagði Erna í Bítinu í morgun.

Þá sagði Erna að rætt hafi verið við hana um að Skipta yfir í Sjálfsstæðisflokkinn en vildi hún ekki gefa það upp hverjir það voru.
Auk þess hafi Birgir sagt henni að upplifun hans væri sú að unnið væri gegn honum innan Miðflokksins.

Jón Steinar Gunnlaugsson skrifaði um málið í Morgunblaðinu í dag en ber pistillinn nafnið „Stuðningur við siðleysi“.
Jón Steinar nefnir Birgi ekki á nafn en segir að hann hafi boðið sig fram undir fölsku flaggi.
„Hann var einfaldlega að svindla á kjósendum,“ skrifar Jón Steinar og bætir við að Birgir hafi kosið yfir sig flokk sem hann yfirgaf strax að kjöri loknu. Ástæðurnar hafi þó legið fyrir áður en kosningar fóru fram.

Þá spyr hann hvers vegna Sjálfstæðisflokkurinn taki þátt í þessari háttsemi Birgis.

- Auglýsing -

Ekki náðist í Birgi Þórarinsson við vinnslu fréttar

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -