Erna Christiansen syrgir sex saklausar sálir sem hún missti í eldsvoða á heimili sínu gær. Um er að ræða hundana hennar sem brunnu inni í Kórahverfinu en slökkviliði tókst að bjarga fjórum öðrum hundum í hennar eigu.
Um missinn ritar Erna hjartnæma færslu á Facebook og fer einnig með minningarorð um hundana í hópnum Hundasamfélagið á samfélagsmiðlinum.
„Í dag er ógleymanlegur dagur. Í dag er dagur sem EINGINN ætti að upplifa. í dag misstum við bestu vini okkar, sálugélaga. Í dag brann húsið okkar & allar okkar minningar. Í dag misstum við sex saklausar sálir.
Ég lifi í martröð þessu verður aldrei gleymt, ég trúi þessu ekki. Að ég hafi Staðið bjargarlaus fyrir utan húsið mitt heyrandi þau skæla & berjast fyrir lífi sínu, hélt ég hefði misst þær allar. Fjórir hundar höfðu það af & langt bataferli framundan. talað er það hafi verið algör heppni að einhver hafi komist lifandi þaðan ut 🙏🏻 Slökvuliðið & dýraspitalinn í viðidal eiga allt mitt þakklæti skilið fyrir að hafa getað bjargað stelpunum mínum fjórum 💔❤️
Mamma mun alltaf elska ykkur elsku fallegu fallegu stelpur 😭,“ segir Erna.