Miðvikudagur 15. janúar, 2025
6.6 C
Reykjavik

Erna Kristín missti allt í eldsvoða: „Maður er ennþá í panik“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

„Ég svaf varla í nótt; ég var alltaf að vakna. Maður er svolítið taugaveiklaður eftir þetta þannig að maður er svolítið svona þótt við séum núna í annarri íbúð. Maður er alltaf að vakna og getur ekki sofnað og hugsar um þetta. Maður er ennþá að melta þetta; að þetta hafi gerst fyrir okkur. En sem betur fer var enginn inni í íbúðinni,“ segir Erna Kristín Brynjarsdóttir en í fyrradag kviknaði í leiguíbúð sem hún og fjölskylda hennar bjuggu í í þriggja hæða fjölbýlishúsi í Reykjanesbæ. Íbúðin er stórskemmd sem og allt sem í henni var en engar skemmdir urðu á öðrum íbúðum í húsinu. Erna Kristín, eiginmaður hennar, Benedikt Hjalti Sveinsson, og tvö börn þeirra bjuggu í íbúðinni.

Það var hræðilegt að sjá þetta og vita að íbúðin væri skemmd sem og allar þessar eigur okkar sem voru þar inni.

Erna Kristín fór að venju með börn þeirra tvö, tveggja og þriggja ára, í leikskólann þennan morgun. Hún er heimavinnandi en Benedikt Hjalti vinnur hjá Endurvinnslunni. Þegar hún kom til baka sá hún lögreglubíla og slökkviliðsbíla fyrir utan húsið auk annarra íbúa og lagði reyk út um svefnherbergisglugga hennar. „Það var hræðilegt að sjá þetta og vita að íbúðin væri skemmd sem og allar þessar eigur okkar sem voru þar inni. Þetta var áfall. Ég var mestmegnis grenjandi af því að ég vissi ekkert hvað ég átti að gera. Ég var í þvílíku áfalli.“

Talið er að eldurinn hafi kviknað út frá helluborði. „Annað barnið mitt hefur örugglega rekið sig í takka á eldavélinni; þeir snerust eitthvað. Það var kveikt á eldavélinni.

Innbúið var tryggt og má geta þess að engar myndir eða myndaalbúm eyðilögðust í brunanum.

Ég er eiginlega ennþá í sjokki yfir þessu. Þetta var ekki falleg sjón að sjá og það er mjög leiðinlegt að maður sé búinn að missa allar eigur sínar. Það er ekki gott að vera í þessari stöðu og það er gott að fá hjálp frá ættingjum og öllu þessu fólki út um allt sem er að styðja okkur,“ segir Erna Kristín. Þess má geta að ókunnugur maður bauð þeim íbúð sína til afnota þar sem hann er í fríi og eru þau þakklát fyrir það boð en þau fengu hins vegar inni hjá móður hennar. Fjölskyldan mun svo síðar flytja inn í aðra leiguíbúð í sama fjölbýlishúsi.

Innbúið var tryggt og má geta þess að engar myndir eða myndaalbúm eyðilögðust í brunanum. Erna Kristín talar sérstaklega um leikföng barnanna sem eyðilögðust í eldinum sem og nýtt sjónvarp og nýtt hjónarúm.

Erna Kristín Brynjarsdóttir

- Auglýsing -

Reykskynjarar

Erna Kristín er frá Akranesi en Benedikt Hjalti ólst upp í Keflavík. Hún segir að þau séu búin að vera saman í þrjú ár.

„Maður er að reyna að vera sterkur og reyna að gera sitt besta og standa saman, fjölskyldan, og vera til staðar fyrir hvort annað. Þetta er eins og rússíbani í heilanum; maður er ennþá í panik.“

Við munum fá barnalæsingar á allt sem hægt er að fá barnalæsingar á.

- Auglýsing -

Erna Kristín segist hafa lært af þessari reyslu. „Við ætlum að taka þetta alveg með trompi. Miðað við að vera búin að lenda í þessu þá ætlum við að taka allt í gegn frá a til ö þegar þar að kemur upp á að fara yfir hættur innanhúss og við munum fá barnalæsingar á allt sem hægt er að fá barnalæsingar á.“ Hún bætir við að fólk eigi að huga að því að reykskynjarar séu í húsum og eldvarnir séu almennt í lagi.

Hverjr eru draumarnir?

„Að lifa frábæru lífi miðað við þetta, reyna að vera sterk, gera gott úr þessu og gera betra.“

Stofnaður hefur verið söfnunarreikningur fyrir fjölskylduna. 542-26-2979. Kt.: 210596-3059.

Hér fyrir neðan má sjá myndband sem tekið var í íbúðinni eftir brunann:

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -