Sunnudagur 5. janúar, 2025
-7.2 C
Reykjavik

Erna Kristín gefur út dagatal um sjálfsvirðingu: „Aukin lífsgæði fylgja því að læra að elska sjálfan sig“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Erna Kristín Stefánsdóttir aktívisti um jákvæða líkamsímynd og guðfræðingur, gaf í fyrra út bókina Fullkomlega ófullkomin, hvatningarbók um jákvæða líkamsímynd. Og gefur núna út dagatalið SelfLove.

 

„Dagatalið eflir jákvæða líkamsímynd og sjálfsmynd,“ segir Erna Kristín í samtali við Mannlíf. „Og spurning með að finna íslenskt nafn á það.“„Dagatalið er fullkomið fyrir þá sem vilja ná lengra í jákvæðri líkamsímynd og einnig fyrir þá sem eru að taka fyrstu skrefin!,“ segir Erna Kristín aðspurð um skilaboð dagatalsins.

„Hver mánuður er tekinn fyrir með peppi, ráðum, verkefni eða markmiðum og getur því hver og einn sett sér markviss og raunhæf markmið fyrir sig á sínum hraða. Peppið og ráðin eru mismunandi eftir mánuðum, en þau eru öll í takt við það að hjálpa hverjum og einum að mæta til dæmis neikvæðum skilaboðum frá samfélaginu og halda sínu striki í ferðalaginu.

Það má segja að dagatalið gefi smá forskot á hvað koma skal og hvernig við ætlum að vita betur og þannig ná stjórn og efla okkar líkamsímynd sem og sjálfsmynd,  frjáls frá áreiti og niðurbrotum.

Sýnishorn úr dagatalinu

En fyrir hverja er dagatalið? „Dagatalið er fyrir alla, konur, karla og börn. Og jafnframt fyrir allan aldur.“

Þurfum við að kenna börnum líkamsvirðingu eða erum við að standa okkur þar? „Börn eru komin mun lengra en við í líkamsvirðingu, en það er lang best að efla þau sem fyrst í jákvæðri líkamsímynd sem og okkur sjálf! Lífið verður svo miklu betra. Það má segja að aukin lífsgæði fylgi því að læra að elska sjálfan sig.“

- Auglýsing -

Forsíðumyndin er hönnuð af Ernu Kristínu sjálfri og segist hún elska að teikna, mála og hanna. Viðtökurnar við dagatalinu, sem Erna Kristín auglýsti fyrst í gærkvöldi, hafa verið æðislegar að hennar sögn.

„Síminn hefur ekki stoppað! Þakklæti er mér efst í huga! Við erum svo tilbúin að segja skilið við neikvæða líkamsímynd og læra að við erum nóg, alltaf, hér og nú!“

Dagatalið kostar 2.590 krónur og má panta með því að senda skilaboð á Facebook-síðu Ernuland. Og best er að sækja það á Jóla pop up markaðinn sem haldinn verður í Víkingsheimilinu Fossvogi 9. 10. Nóvember.

- Auglýsing -

Fylgja má Ernu Kristínu á Ernuland bæði á Facebook og Instagram, og Jákvæð líkamsímynd á Facebook. Hún mælir einnig með að fylgja Freeallbodies á Instagram.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -