Föstudagur 15. nóvember, 2024
0.3 C
Reykjavik

Erna Kristín lærði að bera virðingu fyrir líkama sínum: „Á öllum myndunum er ég einhvers virði“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Erna Kristín Stefánsdóttir er ötull talsmaður jákvæðrar líkamsímyndar. Hún gaf út bókina Fullkomlega ófullkomin, sem hvetur konur til jákvæðrar líkamsímyndar og er virk á samfélagsmiðlum undir notandanafninu Ernuland.

Í nýjustu færslu sinni á Instagram birtir Erna Kristín nokkrar myndir af sér sem teknar eru með nokkurra ára millibili. Segist Erna Kristín vera þess virði eða „worth it“ eins og hún skrifar á öllum myndum, þrátt fyrir að henni hafi ekki fundist það á þeim tíma sem þær voru teknar.

„Líkaminn breytist með tíð og tíma fram og aftur,“ skrifar Erna Kristín og segir að gott væri ef við gætum hætt að elta hugsanir eins og „eftir 5 kg. er þetta komið.“

View this post on Instagram

Líkaminn breytist með tíð & tíma framm & aftur. ⁣ ⁣ Bara ef við getum hætt að elta hugsanir eins og : “⁣ Eftir 5kg er þetta komið…..bara aðeins meira….aðeins meira…..aaaaaaaðeins meira”⁣ ⁣ Það er frelsi handan við hornið……það er ekkert sætara en að komast þangað & ÞÚ getur það ! ⁣ ⁣ Á öllum myndunum er èg “worth it” ⁣ Mynd 1 : Ofþjálfun og átröskun⁣ Mynd 2 : Nýbökuð móðir…hræddari en allt að verða sú sem hún var áður⁣ Mynd 3 : rembast við að halda mèr frá átröskun ⁣ Mynd 4 : Frjáls ⁣ ⁣ Èg komst ekki þangað í hausnum að upplifa mig frjálsa fyrr en èg fór að bera virðingu fyrir öllum þeim formum sem líkaminn minn kom í. Èg lærði að bera virðingu líka fyrir “fyrir” myndinni. Þrátt fyrir að tímabilið var aðeins toxic hugsanir og niðurbrot….þá er það samt mynd af líkamanum sem hèlt mér uppi og mun fylgja mér til enda. ⁣ ⁣ Það er svo mikilvægt að læra að bera virðingu fyrir líkamanum eins og hann var eitt sinn. Ekki setja það upp sem niðurlægingu þar sem líkaminn á “fyrri” myndinni er ekki “worth it”….verum með líkamanum okkar í liði, no matter what shape it turns in to! Því það mun halda áfram að breytast, framm og aftur alla okkar tíð ✨

A post shared by 𝐸𝓇𝓃𝓊𝓁𝒶𝓃𝒹 (@ernuland) on

Segist hún ekki hafa upplifað sig frjálsa fyrr en hún fór að bera virðingu fyrir öllum formum sem líkami hennar var í.

„Það er svo mikilvægt að læra að bera virðingu fyrir líkamanum eins og hann var eitt sinn. Ekki setja það upp sem niðurlægingu þar sem líkaminn á „fyrri“ myndinni er ekki „worth it,“ skrifar Erna Kristín og segir okkur að vera með líkamanum í liði, sama hvaða formi hann er í, því formið er aldrei það sama og alltaf að breytast.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -