Fimmtudagur 2. janúar, 2025
1.8 C
Reykjavik

Erna Kristín og 30 dagar af sjálfsást: „Gefðu þér rými í dag til þess að njóta þess að vera til í dag“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Erna Kristín Stefánsdóttir aktívisti um jákvæða líkamsímynd og guðfræðingur, gaf í fyrra út bókina Fullkomlega ófullkomin, hvatningarbók um jákvæða líkamsímynd.

 

Á vefsíðu sinni Ernuland.is hyggst hún nú birta 30 daga af Self Love eða sjálfsást, fyrstu 10 dagarnir eru komnir inn og von er á þeim næstu. „Þú getur tekið þetta í beinni röð, mixað saman, eða bætt inn,“ segir Erna Kristín.

Hér fyrir neðan eru fyrstu sex og hinar 24  má finna á vefsíðu Ernu Kristínar, ernuland.is.

*Sestu niður með góðan drykk í hönd í notalegu umhverfi. Vertu í fötum sem þér líður vel í og skrifaðu þér ástarbréf, frá þér til þín.
*Kertaljós
*Kósýsokkar
*Penni & blað
*Notaleg tónlist
*Drykkur
Það er svo magnað að komast að komast á þann stað að elska sig skilyrðislaust. Bréfið má vera hvernig sem er. Saga, ljóð, fyrirgefning eða hvatning. Ást frá þér til þín

*Náttúran er hluti af okkur og það er svo mikilvægt að tengjast náttúrunni á ný og átta sig að öll erum við hluti af sköpuninni. Hrjúf, holótt, stór, lítil, bylgjótt, slétt og allavegana, óritskoðuð og sönn.
Farðu út og njóttu litanna sem náttúran hefur að bjóða, skoðaðu hana og fáðu súrefni í lungun. Nýttu umhverfið fyrir einherskonar hreyfingu og hugleiðslu
Gæti verið: göngutúr, hlaup, bæði í bland, fjallganga, sund, labba um í skógi
Ps: Ekki gleyma að drekka vatn !

*Dansaðu við uppáhalds tónlistina þína eins og enginn sé að horfa. Ef þú treystir þér til farðu í sundfötin þín og dansaðu þangað til það hættir að vera erfitt. Farðu fyrir framan spegilinn og skoðaðu fallega musterið þitt og fagnaðu þér.
*Skoðaðu hvern krók og kima
*Rannsakaðu hvernig líkaminn beygist og krumpast við ákveðnar stellingar
*Gefðu þér tíma að venja augað
*Þú ert nóg, núna og alltaf

- Auglýsing -

*Dekraðu við þig. Hvað sem það er í þínu lífi sem fær þig til að njóta. Gefðu þér rými í dag til þess að njóta þess að vera til, í dag.

*Hrósaðu þér og svo öðrum. Sjáðu hvað það er mikilvægt að hrósa og njóttu þess að finna hversu gott það er að hrósa öðrum. Hafðu samband við ástvini og gefðu þér tíma í spjallið.

*Hlustaðu á uppbyggilegt Podcast! Podcast er að finna til dæmis á Spotify & Podcasts appinu. Ég mæli til dæmis með Ernuland Podcast, Normið, Seiglan, Papaya Podcast, Millivegurinn, Russlel Brand on Radio X Podcast, Ástríðucastið, 360gráður Heilsa.

- Auglýsing -

Fylgja má Ernu Kristínu á Ernuland bæði á Facebook og Instagram, og Jákvæð líkamsímynd á Facebook. Hún mælir einnig með að fylgja Freeallbodies á Instagram.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -