Sunnudagur 22. desember, 2024
-4.3 C
Reykjavik

Erna og Óskar tókust á um leghálsskimanir: „Kona úti í bæ“ að rúlla upp ríkisstarfsmanni

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Erna Bjarnadóttir, sem stofnaði Facebook hópinn Aðför að heilsu kvenna var einn viðmælanda í Kastljósi RÚV í kvöld, en yfir 15.000 manns hafa skráð sig í hópinn sem fer ört stækkandi. Erna ræðir meðal annars óheyrilegan biðtíma eftir svörum í Kastljósi og segir ekki forsvaranlegt að einhverjar konur hafi jafnvel beðið síðan í nóvember.

Óskar Reykdalsson, forstjóri Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins segir í Kastljósi enn sé verið að þarfagreina stöðuna til fulls, en vel gangi þegar frískar konur mæti í skoðun. Annað sé þó uppi á teningnum þegar kona með sögu um heilsubrest í móðurlífi mæti til skoðunar að ekki sé minnst á ef grunur leiki á meini. „En þegar eitthvað er, þá þarf að handvinna þetta allt saman og fara inn í gömlu skimunarskránna sem er svolítið þreytt og þarf að endurnýja. Við vorum bjartsýn á að það tæki ekki langan tíma, en það hins vegar er erfitt og er ennþá verið að þarfagreina“.

Þarfagreiningu segir Óskar geti tekið út sumarið og að vandinn sé að hvort beiðni sé til staðar, þegar sýni berist. Undirbúa þurfi svo sýnið fyrir sendingu með handvirkum þætti og að slíkt sé tímafrekt verk.

Erna gagnrýnir aðferðafræðina harðlega. „Ég er nánast í áfalli að verið sé að þarfagreina þetta verkefni núna. Þegar svona viðamikið verkefni er flutt frá einum aðila til annars eins og verið er að gera núna, þá hlýtur það að þarfagreina að vera það fyrsta sem þarf að gera og þar með að finna það út sem þarf að gera“.

Viðtalið hefur vakið gífurlega sterk viðbrögð meðal kvenna sem bíða svara úr sýnatöku og fara þannig meðlimir Aðför að heilsu kvennu þakklátum orðum um frammistöðu Ernu í Kastljósinu. „Staðföst, kurteis og með yfirburðarþekkingu á málefninu!“ má meðal annars lesa í athugasemdakerfi hópsins. „Takk takk, Erna!“ skrifar annar meðlimur hópsins.

Ljóst er að margir eru þakklátir Ernu Bjarnadóttur sem innti forstjóra Heilsugæslu höfuðborgarsvæðins eftir símanúmeri danskra rannsóknaraðila sem nú skima fyrir leghálskrabba ísleskra kvenna, en í hópnum á meðal annars lesa orðin: „Þvílík og önnur eins negla hjá Ernu Bjarnadóttur núna í Kastljósi! Ég er svo gjörsamlega heilluð, þarna er „kona úti í bæ“ að rúlla upp ríkisstarfsmanni sem á engin svör … ENGIN SVÖR!!!!!“

- Auglýsing -

Umfjöllun Kastljóss má horfa á HÉR

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -