Miðvikudagur 15. janúar, 2025
7.8 C
Reykjavik

Erna Sóley hlaut brons á Evrópumeistaramóti

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Erna Sóley Gunnarsdóttir vann til bronsverðlauna í kúluvarpi á Evrópumeistaramóti undir 20 ára í Borås í Svíþjóð um helgina með því að kasta 15,65 metra.

Hún kastaði 15,41 metra í annarri umferð og var í fjórða sæti fram að síðasta kastinu en þá kastaði hún 15,65 metra og kom sér upp í þriðja sætið. Fram kemur á heimasíðu Frjálsíþróttasambands Íslands að sú sem var fyrir í þriðja sætinu hafi þá átt eitt kast eftir og því tekið við spennuþrungin bið um hvort Erna myndi halda þriðja sætinu. Sú franska, sem var í þriðja sæti fyrir, kastaði ekki lengra en Erna og því varð bronsið Ernu.

Íslendingar áttu einnig keppenda í kringlukasti í úrslitum en Valdimar Hjalti Erlendsson varð níundi inn í tólf manna úrslit. Í úrslitum kastaði hann 55,75 metra og hafnaði í tólfta sæti.

Guðbjörg Jóna Bjarnadóttir náði fjórða sætinu í 200 metra hlaupi á mótinu og kom í mark á 23,64 sekúndum. Hún var mjög nálægt verðlaunasæti en aðeins 1/100 úr sekúndu munaði á henni og þeirri sem fékk bronsið og 4/100 úr sekúndu í silfrið. Sigurvegarinn í hlaupinu var Amy Hunt frá Bretlandi sem nýverið setti heimsmet stúlkna 16-17 ára í greininni.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -