Fimmtudagur 9. janúar, 2025
-10.2 C
Reykjavik

Ert þú með málfrelsi?

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Eftir / Elísabeti Ýri Atladóttur

Málfrelsi. Tjáningarfrelsi. Orð sem hafa, sérstaklega með tilkomu samfélagsmiðla, verið mikið notuð. Mörk málfrelsis eru ítrekað rökrædd, oft í samhengi við fordóma, hatursorðræðu og hvað telst samfélagslega samþykkt á nýjum tímum. Kvenfyrirlitning og kynferðisleg áreitni fær til að mynda ekki lengur að viðgangast gagnrýnislaust, sem veldur því að sumir hrópa „má bara ekkert lengur!?“

Ef þolendur tala um ofbeldi sem þær voru beittar virðist tónninn í háværustu málfrelsishetjum Internetsins breytast. Þá skal þolandi þegja, því æra ofbeldismanna telst mikilvægari en réttur hennar til málfrelsis. Fólk sem talar um ofbeldisglæpi getur átt á hættu að fá meiðyrðakærur, og er jafnvel sakfellt fyrir það að vitna í fjölmiðlaumfjallanir.

Óteljandi þolendur horfa upp á það að frelsi þeirra til tjáningar er heft af dómsvaldi. Þær mega ekki segja frá ofbeldinu, né hver gerði það. Menn sem beita ofbeldi geta aftur á móti talað um að vera beittir „fölskum ásökunum“, hvernig geðveikar druslur hafi logið upp á þá, án þess að teljast vega að æru neins. Þolendur sem voga sér að tala um ofbeldið, og fólk sem stendur með þeim, eiga von á því að vera refsað af ríkisvaldi.

Þegar ég, Sóley Tómasdóttir, Anna Lotta Michaelsen og Helga Þórey Jónsdóttir settum af stað Málfrelsissjóð vissum við að þörfin væri mikil. Sjóðurinn er til þess gerður að sporna við þessari þöggun sem brotaþolar ganga í gegnum. Þolendur hafa þurft, og þurfa enn að þegja þunnu hljóði, og eru oft kærðar fyrir að segja frá. Ofbeldismenn geta breytt lífi þeirra sem þeir brjóta gegn um alla tíð, en við megum ekki tala um það. Huglæg æra manna virðist vega þyngra en málfrelsi okkar allra. Ef þú mátt ekki tala um, segja frá eða gagnrýna ofbeldi, er hægt að segja að þú hafir málfrelsi í raun?

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -