Þriðjudagur 14. janúar, 2025
8.8 C
Reykjavik

Ertu að fara að flytja?

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Hér kemur sitt af hverju um gamla hjátrú og úr Feng Shui-fræðunum um búferlaflutninga.

Mánudagur

Sjötta skilningarvitið á að vera hvað virkast á mánudögum, hann er fínn dagur til flutninga.

Þriðjudagur

Skynjun, innsæi og greind, ásamt hugkvæmni, fylgja þriðjudeginum. Fínasti dagur til að flytja.

Miðvikudagur

Alls konar ástríður eru sagðar fylgja miðvikudögum, bæði góðar og slæmar.

- Auglýsing -

Fimmtudagur

Peningar eru taldir fylgja fimmtudögum og því ættu þeir dagar að teljast harla góðir til búferlaflutninga.

Föstudagur

- Auglýsing -

Ást og peningar fylgja föstudögum – ekki slæmur dagur, eiginlega bara tilvalinn.

Laugardagur

Góður dagur til flutninga, sérstaklega ef flutt er í gamalt hús.

Sunnudagur

Afar mikil gæfa er talin fylgja því að flytja á sunnudögum.

Til að tryggja gæfu

Taktu með þér:

Salt og brauð í fyrstu ferðina í nýja húsið til að hindra ógæfu. Saltið er tákn peninga og brauðið er táknrænt fyrir mat. Einnig er sagt að maður eigi alltaf fyrir salti í grautinn ef salt er með í fyrstu för.

Skildu eftir:

– Gamla sópinn því honum mun fylgja neikvæðni inn á nýja heimilið.

– Peninga í fyrri húsakynnum til að færa nýjum íbúum gæfu.

Feng Shui-fræðingar mæla með að skilja gamla sópinn eftir.

Í flutningunum:

Þegar verið er að bera húsgögn út af gamla heimilinu er talið best að byrja á því að bera sterkbyggt borð eða stól út en það á að tryggja stöðugleika.

Eftir flutningana:

Haltu svo gott innflutningspartí til að tryggja að gleði ríki á nýja heimilinu.

Litir á veggi nýja heimilisins

Guli liturinn hentar t.d. vel á herbergi sem snúa í norðaustur eða suðvestur og ef herbergi snýr í norður eru bláir, svartir eða gráir litir taldir heillavænlegastir.

Kynntu þér sögu hússins

Feng Shui-fræðingar segja að gott sé að þekkja sögu hússins sem flytja á í og vita eitthvað um fyrri íbúa þess. Hvort þeir voru hamingjusamir eða ekki. Þar sem hefur ríkt óregla og vitað er til að rifrildi, skilnaður og ofbeldi hefur átt sér stað er nauðsynlegt að gera eitthvað við íbúðina. Skrúbba allt í bak og fyrir og mála. Þeir sem hafa trú á miðlum geta beðið einn slíkan um að hreinsa út.

Kristall í gluggana

Gott er samkvæmt fræðunum að styrkja hverja átt fyrir sig með því að hengja kristala í gluggana þannig að sólin skíni í gegnum þá.

Hreyfing fyrir flæðið

Öll glaðleg orka; mikill hlátur, fjörug tónlist, partí og slíkt (svona á meðan ekki er slegist) og húsdýr, er góð fyrir flæðið á heimilinu.

Heilbrigð skynsemi

Best af öllu er að nota heilbrigða skynsemi og fara ekki blint eftir öllu. Ef þér líður vel á heimili þínu er tilganginum náð.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -