- Auglýsing -
Um 195 þúsund erlendir gestir fóru um Leifsstöð í júní sem er fækkun um 16,7 prósent á milli ára. Þetta er álíka fjöldi og árið 2016.
Fjallað er um þetta í greiningu hagfræðideildar Landsbankans. Þar segir að á fyrstu mánuðum ársins hafi fjöldinn á fyrstu þremur mánuðum ársins á pari við árin 2017 og 2018 en síðan hafi farþegum tekið að fækka.
Fækkun undanfarinna mánaða má að líkindum rekja til gjaldþrots WOW air en júní var annar mánuðurinn í röð þar sem fjöldinn er svipaður og í sama mánuði 2016. „Segja má að íslensk ferðaþjónusta hafi því tapað tveggja ára ávinningi,“ segir í greiningunni.