Föstudagur 25. október, 2024
0.5 C
Reykjavik

Eva Björg fær alltaf samúð með afbrotamönunnunum: „Þetta er alltaf á svo gráu svæði“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

„Ég hef alltaf haft rosalegan áhuga á afbrotum, af hverju fólk fremur glæpi og þeim samfélagslegu þáttum sem hafa áhrif á þau áhrifa á einstaklinga að það skapast geta til að fremja afbrot. Mér þykir gríðarlega áhugavert af hverju sumir fremja afbrot en ekki aðrir og hvaða hlutverki uppeldi þjónar á móti umhverfi,“ segir Eva Björg Ægisdóttir, rithöfundur.

Íslenskir glæpasagnarithöfundar hafa vakið mikla athygli um allan heim undanfarin ár og þekkja allir nöfn á borð við Arnald og Yrsu. Og núna er Eva Björg að skapa sér nafn á alþjóðavísu.

Heilluð af smábæjarlífi

Eva Björg hlaut verðlaun Samtak breskra glæpasagnahöfunda í ár fyrir frumraun ársins, bók sína, Marrið í stiganum. „Þegar maður er þess þenkjandi að maður ætli að skrifa bók fer maður að leita meira í umhverfi sínum og ég fer ég strax að skrifa um bæinn minn, Akranes, bæinn sem ég þekki best, enda hefur smábæjarlíf hefur alltaf heillað mig svolítið. Hver maður er í smábæ, hvað skiptir mann máli og hversu langt maður tilbúinn að ganga til að vernda sitt orðspor innan bæjarins, vitandi að þú átt ekki afturkvæmt ef eitthvað gerist sem eyðileggur það.“

Hún segir Vitann á Akranesi hafa verið innblásturinn. „Gamli vitinn er fallegur staður, ég fór þangað oft sem barn og maður manaði sig í að fara upp stigann. Þetta er dularfullur og heillandi staður sem mér fannst fullkominn til þess að þar myndi skola upp líki”.

Á margar útfylltar bækur

- Auglýsing -

Eva Björg er fædd og uppalin Skagamær sem býr núna ásamt manni sínum og þremur börnum í Vesturbæ Reykjavíkur og viðurkennir fúslega að það geti verið erfitt fyrir Skagamenn að eiga börn í erkóvinafélaginu KR.

„Sjálf var ég í fimleikum sem krakki, aðallega út af félagsskapnum en aldrei sérstaklega góð. Ég var aðallega bókaormur, byrjaði að lesa fimm ára og fastagestur á bókasafninu alla mína æsku. Ég var með ríkt ímyndunarafl og samdi sögur þegar ég labba heim úr skólanum. Sumar skrifaði ég niður og ég á margar útfylltar dagbækur af þessum sögum“.

Eva Björg tók þátt í smásagnakeppni í unglingadeild og segist hafa fundið fyrir innblæstri þegar hún settist niður og skrifaði söguna sem síðar vann keppnina. „Það var var alltaf í mér að ég myndi seinna skrifa bók“.

- Auglýsing -

Samfélagið skapar glæpamenn

Evu Björg fannst hún þurfa að læra eitthvað til að verða rithöfundur og skráði sig í bókmenntafræði sem reyndist ekki henta henni svo hún nam þessi í stað félagsfræði og afbrotafræði. „Ég held að samfélagið auki sinn þátt í að skapa glæpamenn og finnst afar erfitt að gera svört eða hvít skil þegar ég skrifa því ég fæ alltaf svo mikla samúð með afbrotamönnunum, þetta er aldrei skýr lína, þetta er allt á gráu svæði“.

Hlutirnir hafa gengið hratt fyrir sig hjá Evu Björg eftir að hún gaf út bókina. Hún vann Svarfuglskeppnina, keppni glæpasagna, var tilnefnd til verðlauna á CrimeFest bókahátíðinni í hópi höfunda fyrir sína fyrstu bók og er nýkomin frá Quais du polar glæpasagnahátíðinni í Lyon í Frakklandi, þar sem 60.000 gestir voru viðstaddir. „Þetta er búið að vera óraunverulegt ferli, sérstaklega hversu vel hefur gengið. Það var mjög sérstakt að sjá hversu margir þekktu mann þarna úti og gaman að vita að því að útlendingar séu að lesa bækurnar mínar, þótt ég hugsi ekki mikið út í það“.

Aðspurð hvort hún orðin fræg og komin með aðdáendur hlær Eva Björg og gerir lítið úr því. „Maður finnur aðeins fyrir þessu á samfélagsmiðlum. En það er þægilegt að vera þekktur fyrir eitthvað rólegt eins og bókaskrif ef maður á að vera þekktur yfirleitt“.

Elska að vera hrædd

Nýjsta bók Evu Bjargar er næstum tilbúin og kemur út með haustinu.

„Ég er ættuð af Snæfellsnesinu og fjölskyldan á bústað við Arnarstapa. Mér hefur alltaf fundist þetta heillandi og dulmagnað svæði þannig að bókin gerist á hóteli þar. Þetta er svo sérstörk orka á Snæfellsnesi, ekki síst í kringum jökulinn, og þetta er minn uppáhaldsstaður. Ég ólst upp við að fara í bústaðinn þar sem við sátum við olíulampa og sögðu draugasögur því það var ekkert rafmagn fyrstu árin.

Ég elskaði að vera hrædd sem krakki og elska það enn, horfi til dæmis mikið á hryllingsmyndir og nýja bókin er meira í átt sálfræðitrylli en lögreglurannsóknarsögu, ég vona að það falli í kramið“, segir Eva Björg að lokum.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -