Þriðjudagur 24. desember, 2024
2.8 C
Reykjavik

Extreme Chill aldrei stærri en í ár

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Tónlistarhátíðin Extreme Chill Festival verður haldin í Reykjavík dagana 12.-15. september 2019, en þetta er tíunda árið sem hún fer fram.

Óhætt er að segja að hátíðin verði með enn stærra sniði en áður og því mun hún eiga sér stað á sjö mismunandi stöðum í miðborginni og kemur fjöldi ólíkra listamanna fram, allt frá tilraunakenndum listamönnum til klassískra listamanna. Þar á meðal Marcus Fischer, Kristín Anna, Stereo Hypnosis, Mixmaster Morris, Hotel Neon, Jana Irmert, Christopher Chaplin, Farao, Special-K, Hoshiko Yamane, Mikael Lind og Tangerine Dream.

Tangerine Dream er ein stærsta hljómsveit raftónlistarsenunnar en hún var stofnuð af Edgar Froese í Þýskalandi árið 1967 og hefur síðan gefið út yfir 100 frumsamdar plötur, samið tónlist við fjölda kvikmynda og tölvuleikja og sjö sinnum verið tilnefnd til Grammy-verðlauna. Eftir andlát Froese árið 2015 hafa eftirlifandi meðlimir sveitarinnar, Thorsten Quaesching, Ulrich Schnauss og Hoshiko Yamane, haldið merkjum sveitarinnar og stofnanda á lofti í náinni samvinnu við Biöncu Froese, ekkju Edgars Froese. Síðasta plata sveitarinnar Quantum Gates kom út árið 2017 og í kjölfarið hafa fylgt tónleikar á stöðum eins og Dekmantel, Flow Festival og Barbican Hall í London.

Extreme Chill er hátíð sem setur markmiðið hærra með hverju ári en hún hefur verið haldin víða um land og eins í Berlín og átt í samstarfi við ýmsar hátíðir bæði hérlendis og erlendis. Markmið hennar er að kynna íslenska og erlenda raftónlistarmenn og tengja saman erlenda og innlenda tónlistar- og vídeó/myndlistarmenn og sköpun þeirra, tengja saman ólík listform, hljóðheim raftónlistarinnar og lifandi myndheim og vekja athygli á rafrænni Reykjavík, raftónlistarhöfuðborg Íslands.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -