Miðvikudagur 5. febrúar, 2025
-1.2 C
Reykjavik

Eyjólfur kveður Stjörnuna ósáttur: „Gaf meira af mér til félagsins en þeir sem eru uppaldir“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Knattspyrnumaðurinn Eyjólfur Héðinsson er farinn frá Stjörnunni, en hann er afar ósáttur við að hafa verið gerður að blóraböggli liðsins þegar illa gekk í sumar, en alls lék Eyjólfur í sex ár hjá Stjörnunni; honum þótti hann vera of mikið gagnrýndur fyrir slakt gengi liðsins í sumar.

Eyjólfur ákvað að ganga til liðs við uppeldisfélag sitt, ÍR.

Hinn 36 ára gamli Eyjólfur mætti í hlaðvarpsþáttinn vinsæla, Dr. Football og talaði hreint út:

„Þessi umræða fer ekki framhjá manni og þetta var virkilega sárt. Mér fannst ég alls ekki eiga þetta skilið. Planið þegar ég hitti Rúnar þjálfara fyrir tímabilið var að ég myndi ekkert spila mikið, ég ætlaði að vera til taks og hjálpa þessum ungum strákum. Svo endaði þetta á að ég spilaði alla leiki, það sló mig enginn út og þá heldur maður bara áfram. Mér var hent í miðvörðinn og það gekk ágætlega. Ég var alls ekki slakasti leikmaður liðsins, langt frá því.“Mynd/Valli

Bætir við:

„Það er umræða sem fer í taugarnar á mér, þegar það er verið að tala um Stjörnumenn og aðkomumenn. Ég er búinn að vera þarna í sex ár, þjálfa hjá félaginu og hjálpa til í grunnskólanum þarna. Þó ég hafi ekki farið í Garðarskóla, Flataskóla, FG og farið í yngri flokka Stjörnunnar, þá var ég hörku Stjörnumaður, jafnvel meiri Stjörnumaður en þeir sem voru uppaldir. Gaf miklu meira af mér til félagsins, það fór í taugarnar á mér. Ég var blóraböggullinn og varð að taka því. Ég hef haldið aftur af mér, það er margt sem mig langar að segja um þetta tímabil hjá Stjörnunni. Það þjónar engum tilgangi, ég hitti stjórn og þjálfarateymið eftir tímabilið og lét alveg heyra í mér. Það eru mörg atriði sem ég er mjög óánægður með hjá Stjörnunni, ég lét vita af því. Það þarf að taka vel til þarna núna og ég vona innilega að það verði gert. Það er leiðinlegt að sjá hvernig þetta þróaðist, þetta tímabil var algjört þrot.“

- Auglýsing -

Svo sagði þjálfarinn Rúnar Páll Sigmundsson óvænt upp störfum í upphafi leiktíðar:

„Þetta er mjög sérstakt að þjálfarinn hætti eftir einn leik, við vissum ekki hvað var að baki. Okkur grunaði ýmislegt en vorum í óvissu. Við vorum mjög mikið í myrkrinu þarna og erfitt að rífa sig í gang eftir þetta. Við redduðum þessu tímabili fyrir horn, það hefur ýmislegt gengið á í þessum herbergjum sem þarf að eiga við núna.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -