Fimmtudagur 9. janúar, 2025
-11.2 C
Reykjavik

Eyvindur vill komast til Nashville: Safnar húðflúrum á Melodica tónlistarhátíðum

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Tónlistarmaðurinn Eyvindur Karlsson, sem stendur einnig að baki tónlistarverkefninu One Bad Day, hyggur á tónleikahald á Melodica hátíðinni sem haldin verður í tónlistarhöfuðborg Bandaríkjanna, Nashville í Tennessee, 18. og 19. október.

 

„Melodica er alþjóðleg hátíð sem miðar að því að styrkja tengslanet söngvaskálda víðsvegar um heiminn, og er að öllu leyti rekin í sjálfboðavinnu,“ segir Eyvindur sem stendur nú fyrir fjáröflun til að standa straum af kostnaði við ferðalagið til Nashville. Eyvindur blæs til söfnunartónleika á fimmtudagskvöldið kemur 19. september, auk þess að selja varning og bjóða fólki hreinlega að styrkja sig til að komast í þessa spennandi ferð.

„Tónleikana held ég í Djúpinu, fornfrægum bar í kjallaranum á veitingastaðnum Horninu. Þar mun One Bad Day stíga á svið í öllu sínu veldi sem heil hljómsveit,“ segir Eyvindur, en allur ágóði af tónleikunum og sölu af varningi mun renna óskiptur í ferðasjóðinn til Nashville.

Miðasala fer fram á vefsíðu Eyvindar, og fólk er hvatt til að kaupa miða tímanlega, en húsið rúmar fáa. Miðaverð er fljótandi, þannig að fólk getur borgað ákveðna lágmarksupphæð fyrir miðann, en einnig bætt við aukafjárhæð að eigin vali til styrktar ferðasjóðnum. Það sama gildir um sölu á varningi á vefsíðunni og tónleikunum. Á tónleikunum verður hægt að kaupa hljómplötuna „A bottle full of dreams“ sem kom út á síðasta ári. Platan er fáanleg sem geisladiskur, niðurhal og vínilplata.

Tilgangur Melodica að efla samskipti listamanna um alla heim

Melodica er alþjóðleg hátíð sem hefur farið fram víðsvegar í heiminum frá árinu 2007, en það var ástralski tónlistarmaðurinn Pete Uhlenbruch sem stóð fyrir þeirri fyrstu í Melbourne í Ástralíu, og síðar sama ár fór fyrsta hátíðin fram í Reykjavík. Fyrir utan að vera skemmtilegar hátíðir þá eru Melodica einnig hugsaðar til að efla samskipti listamanna um allan heim, og í dag er Melodica fjölskyldan orðin stór, og sífellt bætast nýjar hátíðir við. Hátíðin í Nashville í október er sú fyrsta sem er haldin þar, en upphafsmaður hennar er Eggert Einer Nielsen, sem hefur margoft spilað á Melodica í Reykjavík og víðar. Eggert var lengi búsettur á Vestfjörðum og stóð til að mynda fyrir hátíðinni Bláberjadögum í Súðavík.

- Auglýsing -

„Ég er búinn að spila  á Melodica í Reykjavík frá upphafi eða í þrettán skipti á þeim tólf árum sem hátíðin hefur verið haldin.,“ segir Eyvindur, en hann er upphafsmaður Melodica í Hafnarfirði, sem haldin var í fyrsta sinn síðastliðið vor og verður aftur haldin næsta vor.

„Melodica skipar því stóran sess í hjarta mínu og ég hef látið flúra einkennismerki hverrar hátíðar sem ég hef spilað á á handlegginn, sem eins konar tákn um tryggð við hátíðina.“

Viðburður á Facebook.

- Auglýsing -

Á handlegg Eyvindar eru nú merki Melodica hátíðarinnar í Reykjavík, Hafnarfirði og Nottingham á Englandi. Og stefnir Eyvindur á að bæta Nashville við með ykkar stuðningi.

„Bréfbáturinn er merki hátíðarinnar í Reykjavík, öndin er Melodica Nottingham og vitinn er að sjálfsögðu Hafnarfjörður.“

Óseldir miðar verða í boði við innganginn, en þar sem húsrúm er afar takmarkað eru áhugasamir hvattir til að kaupa miða á vefnum onebadday.is. Þar er einnig hægt að veita beina fjárstyrki í ferðasjóðinn, sem og festa kaup á plötum og bolum.

Auk þess er hægt að styrkja ferðina beint með millifærslu á bankareikning:
One Bad Day slf
kt. 550518-1390
0133-26-014065

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -