Miðvikudagur 22. janúar, 2025
-1 C
Reykjavik

Fá steina í pósti frá skömmustulegum ferðamönnum

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Kristalla úr Helgustaðanámu má finna víða um heim líkt og Rene Biasone, sérfræðingur hjá Umhverfisstofnun, hefur komist að. Bæði hefur hann komið auga á silfurberg til sölu á eBay og þá rakst hann á einn slíkan á markaði í Aþenu.

„Ég er 95 prósent viss um að hann hafi komið úr Helgustaðanámu. Það er ekki bara fólk sem hefur áhuga á jarðfræði sem er að taka þessa steina því þetta er bara bisness. Maður veit í raun aldrei hvenær þessir steinar hafa verið teknir, það gæti hafa verið í fyrra en allt eins fyrir 20 árum.“

En það eru ekki allir sem taka steinana af illum hug. Rene segist hafa fengið sendingar frá útlendingum sem hafi tekið steina úr náttúrunni en síðan lesið sér til eftir að heim var komið að slík steinataka sé með öllu óheimil. Þeir hafi því ákveðið að skila steinunum með pósti til að létta á samviskunni. „Einhver lét meira að segja 30 dollara fylgja með í póstinu til að borga fyrir ómakið,“ segir Rene.

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -